Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. maí 2022 18:48
Brynjar Ingi Erluson
Hópurinn hjá U19: Sex frá Stjörnunni
Eggert Aron Guðmundsson er í hópnum
Eggert Aron Guðmundsson er í hópnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmir Rafn spilaði með Venezia í lokaumferð ítölsku deildarinnar en hann er á sínum stað í hópnum
Hilmir Rafn spilaði með Venezia í lokaumferð ítölsku deildarinnar en hann er á sínum stað í hópnum
Mynd: Getty Images
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 ára landsliðs karla, hefur valið hóp sem mætir Írlandi í tveimur vináttuleikjum í júní.

Leikirnir gegn Írlandi fara fram í Pinatar á Spáni og verða spilaðir 1. júní og svo fer síðari leikurinn fram þremur dögum síðar.

Sex leikmenn koma frá Stjörnunni en þar má finna þrjá leikmenn sem hafa komið við sögu með meistaraflokki í Bestu deildinni í sumar. Sigurbergur Áki Jörundsson er þá á láni hjá Gróttu frá Stjörnunni.

Fjórir leikmenn eru á mála hjá liðum á Ítalíu en hópinn má sjá í heildinni sér fyrir neðan.

Hópurinn:
Óliver Steinar Guðmundsson - Atalanta
Hlynur Freyr Karlsson - Bologna
Aron Jónsson - Brann
Arnar Númi Gíslason - Fjölnir
Halldór Snær Georgsson - Fjölnir
Júlíus Mar Júlíusson - Fjölnir
Arnar Daníel Aðalsteinsson - Grótta
Sigurbergur Áki Jörundsson - Grótta
Lúkas Jóhannes Petersson - Hoffenheim
Jóhannes Kristinn Bjarnason - IFK Norrköping
Ágúst Orri Þorsteinsson - Malmö
Birgir Steinn Styrmisson - Spezia Calcio
Adolf Daði Birgisson - Stjarnan
Daníel Freyr Kristjánsson - Stjarnan
Eggert Aron Guðmundsson - Stjarnan
Guðmundur Baldvin Nökkvason - Stjarnan
Þorsteinn Aron Antonsson - Stjarnan
Hilmir Rafn Mikaelsson - Venezia
Ingimar Thorbjörnsson Stöle - Viking Stavanger
Bjarni Guðjón Brynjólfsson - Þór
Athugasemdir
banner
banner
banner