Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   þri 24. maí 2022 10:43
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Burnley óttast svarta tíma
Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, efstir sex ára veru í deild þeirra bestu. Jóhann Berg Guðmundsson er meðal leikmanna Burnley en hann er samningsbundinn til 2023.

Guardian fjallar um að stuðningsmenn Burnley óttist það að erfiðir tímar bíði nú félagsins.

Þeir eru ekki með stjóra, níu leikmenn sem eru samningslausir í sumar og félagið skuldar 65 milljóna punda lán sem eigendur félagsins tóku. Fallhlífargreiðslurnar munu hjálpa Burnley eitthvað en félagið hefur reitt sig á sjónvarpspeninga úrvalsdeildarinnar og er ekki sjálfbært án þeirra.

Meðal þeirra sem eru að renna út á samningi er varnarmaðurinn James Tarkowski sem er á förum og fyrirliðinn Ben Mee sem hefur verið hjá félaginu í áratug.

Ekki er talið að Burnley eigi möguleika á því að fá inn alvöru upphæðir fyrir leikmenn, markvörðurinn Nick Pope er dýrasta söluvaran. Félagið er án stjóra og því erfitt að plana framtíðina. Ólíklegt er talið að Mike Jackson bráðabirgðastjóri verði ráðinn til frambúðar

Það er gríðarlegt óvissuástand hjá Burnley og ljóst að forráðamenn félagsins þurfa að halda vel á spilunum og taka réttar ákvarðanir í sumar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner