Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Tottenham mun spila um Ofurbikarinn í Údíne
Mynd: EPA
Sigur Tottenham gegn Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær færði liðinu ekki bara farseðil í Meistaradeildina á næsta tímabili heldur einnig þátttöku í öðrum úrslitaleik í ágúst.

Tottenham mun spila um Ofurbikar Evrópu þann 13. ágúst en þar mætast sigurvegarar Meistaradeildarinnar og sigurvegarar Evrópudeildarinnar.

Leikurinn fer fram í Údíne á Ítalíu, heimavelli Udinese.

Ekki er ljóst hver mótherji Tottenham verður en Inter og Paris St-Germain leika til úrslita í Meistaradeildinni þann 31. maí.
Athugasemdir
banner
banner