Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   mið 24. júní 2020 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá fyrsti sem skorar þrennu síðan Sir Alex Ferguson hætti
Anthony Martial er búinn að skora þrennu fyrir Manchester United sem er að spila við Sheffield United.

Þetta er mjög merkilegt fyrir þær sakir að Martial er fyrsti leikmaðurinn til að skora þrennu fyrir Manchester United frá því að Sir Alex Ferguson hætti með liðið árið 2013.

Það er að segja fyrsti leikmaðurinn til að skora þrennu fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Martial, sem er 24 ára gamall, hefur á þessu tímabili skorað 14 deildarmörk.


Athugasemdir
banner
banner