Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 24. júlí 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
West Ham kaupir Soucek (Staðfest)
West Ham hefur keypt miðjumanninn Tomas Soucek frá tékkneska félaginu Slavia Prag.

Soucek kom til West Ham á láni frá Slavia Prag í janúar og hefur staðið sig vel hjá félaginu.

West Ham var með klásúlu um að geta keypt Soucek á 15 milljónir punda ef liðið myndi halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi upphæð bætist við fjórar milljónir punda sem West Ham greiddi fyrir lánssamninginn.

Hinn 25 ára gamli Soucek skrifaði undir fjögurra ára samning hjá West Ham.
Athugasemdir
banner