Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. júlí 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Arsenal rúllaði yfir Chelsea - Haaland tryggði sigur gegn Bayern
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Það fóru nokkrir stórleikir fram í nótt þar sem stærstu lið Evrópu keppa sín á milli í æfingaferðum sínum um aðrar heimsálfur.


Arsenal mætti Chelsea í Norður-Lundúnaslag í Bandaríkjunum og stóðu þeir rauðklæddu uppi sem þægilegir sigurvegarar.

Bæði lið tefldu fram sterkum byrjunarliðum og tók það Gabriel Jesus aðeins fimmtán mínútur að skora fyrsta mark leiksins. Hann kláraði með laglegri vippu yfir Edouard Mendy eftir frábæra stoðsendingu frá Granit Xhaka.

Martin Ödegaard tvöfaldaði forystuna fyrir leikhlé framhjá sofandi varnarmönnum Chelsea og gerði Bukayo Saka þriðja markið í seinni hálfleik þegar hann fylgdi skoti Xhaka eftir eftir flotta sókn.

Sambi Lokonga gerði síðasta mark leiksins í uppbótartíma með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Cedric Soares. Lokonga var algjörlega óvaldaður í vítateignum og Thomas Tuchel getur ekki verið ánægður með varnarleik sinna manna.

Arsenal verðskuldaði sigurinn og hefur átt gott undirbúningstímabil. Ekki er hægt að segja það sama um Chelsea sem lenti í vandræðum gegn Club America og Charlotte FC í æfingaferðinni.

Trevor Chalobah fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.

Byrjunarlið Arsenal: Ramsdale, White, Saliba, Gabriel, Zinchenko, Xhaka, Partey, Saka, Ödegaard, Martinelli, Jesus

Byrjunarlið Chelsea: Mendy, James, Chalobah, Silva, Emerson, Gallagher, Jorginho, Havertz, Mount, Sterling, Werner

Arsenal 4 - 0 Chelsea
1-0 Gabriel Jesus ('15)
2-0 Martin Ödegaard  ('36)
3-0 Bukayo Saka ('66)
4-0 Sambi Lokonga ('93)

Erling Braut Haaland gerði þá eina mark leiksins er Manchester City lagði FC Bayern að velli.

Haaland skoraði snemma leiks eftir frábæra sókn þar sem Kevin De Bruyne gaf flotta sendingu á Jack Grealish sem kom boltanum á Haaland sem var fullkomlega staðsettur til að skora.

Lærlingar Julian Nagelsmann áttu ekki möguleika í Man City sem hélt boltanum meirihluta leiksins og gaf engin færi á sér.

Hinn 19 ára gamli Josh Wilson-Esbrand var í vinstri bakverði hjá Man City og spilaði Haaland aðeins fyrri hálfleikinn. Julian Alvarez spilaði seinni hálfleik og fékk Kalvin Phillips að spila síðustu 20 mínútur leiksins. 

Cole Palmer og Rico Lewis komu einnig inn af bekknum á lokakaflanum.

FC Bayern hefði getað jafnað á lokasekúndunni í þessum 80-mínútna leik en dómarinn flautaði til leiksloka einni sekúndu of snemma þegar Joshua Zirkzee var sloppinn í gegn.

Byrjunarlið Bayern: Neuer, Pavard, Upamecano, Hernandez, Davies, Kimmich, Sabitzer, Coman, Gnabry, Sane, Müller

Byrjunarlið Man City: Ederson, Cancelo, Ake, Dias, Wilson-Esbrand, Rodri, Silva, De Bruyne, Grealish, Mahrez, Haaland

Bayern 0 - 1 Man City
0-1 Erling Haaland ('12)


Athugasemdir
banner
banner
banner