Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 24. júlí 2022 10:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland spenntur fyrir því að vinna með Grealish

Erling Haaland skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester City í nótt þegar liðið lagði Bayern Munchen í æfingaleik.


Haaland skoraði eina mark leiksins en það var eftir fyrirgjöf frá Jack Grealish og eftirleikurinn auðveldur fyrir norska framherjann.

Grealish gekk til liðs við City frá Aston Villa síðasta sumar en hann náði sér ekki alveg á strik á síðustu leiktíð.

„Hann er góður, hann verður að bæta sig og ég verð að bæta mig. Við náum vel saman og ég fíla 'væbið' í kringum hann svo þetta verður gaman," sagði Haaland eftir leikinn í gær.


Athugasemdir
banner