Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mið 24. júlí 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Höskuldur léttur: Ætli maður verði ekki að slá þetta met?
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er tilhlökkun, hópurinn er fókuseraður og við erum spenntir fyrir morgundeginum," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Breiðablik fyrri leik sinn gegn Drita frá Kosóvó í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn er á Kópavogsvelli.

„Við tókum þá sérstaklega fyrir í dag. Þetta er lið með góð einstaklingsgæði. Þeir eru kraftmiklir og eru lið sem verður erfitt við að eiga. Við þurfum að sjá til þess að við eigum toppleik á morgun," segir Höskuldur en hann telur Blika eiga góða möguleika.

„Við förum inn í þetta einvígi fullir sjálfstrausts en auðmjúkir á sama tíma. Við vitum að við þurfum að hafa fyrir hlutunum."

„Við búum af þeirri reynslu að hafa staðið okkur vel undanfarin ár. Við höfum þá vitneskju að þetta er alltaf erfitt og þú þarft að eiga toppleik til að fara í gegnum hvert einvígi í Evrópu á hverjum tímapunkti."

Höskuldur skoraði í síðasta einvígi gegn Tikves frá Norður-Makedóníu. Hann er núna búinn að gera tíu mörk í Evrópuleikjum og vantar eitt mark til að jafna Atla Guðnason sem er markahæstur í Evrópu fyrir íslensk karlalið.

„Það er bara flott maður, góður bónus. Ætli maður verði ekki að slá þetta met?" sagði Höskuldur léttur. „Það er auka bónus. Að fara í gegnum fleiri einvígi eykur líkurnar fyrir mig."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner