Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
banner
   mið 24. júlí 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Höskuldur léttur: Ætli maður verði ekki að slá þetta met?
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er tilhlökkun, hópurinn er fókuseraður og við erum spenntir fyrir morgundeginum," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Breiðablik fyrri leik sinn gegn Drita frá Kosóvó í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn er á Kópavogsvelli.

„Við tókum þá sérstaklega fyrir í dag. Þetta er lið með góð einstaklingsgæði. Þeir eru kraftmiklir og eru lið sem verður erfitt við að eiga. Við þurfum að sjá til þess að við eigum toppleik á morgun," segir Höskuldur en hann telur Blika eiga góða möguleika.

„Við förum inn í þetta einvígi fullir sjálfstrausts en auðmjúkir á sama tíma. Við vitum að við þurfum að hafa fyrir hlutunum."

„Við búum af þeirri reynslu að hafa staðið okkur vel undanfarin ár. Við höfum þá vitneskju að þetta er alltaf erfitt og þú þarft að eiga toppleik til að fara í gegnum hvert einvígi í Evrópu á hverjum tímapunkti."

Höskuldur skoraði í síðasta einvígi gegn Tikves frá Norður-Makedóníu. Hann er núna búinn að gera tíu mörk í Evrópuleikjum og vantar eitt mark til að jafna Atla Guðnason sem er markahæstur í Evrópu fyrir íslensk karlalið.

„Það er bara flott maður, góður bónus. Ætli maður verði ekki að slá þetta met?" sagði Höskuldur léttur. „Það er auka bónus. Að fara í gegnum fleiri einvígi eykur líkurnar fyrir mig."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir