Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 24. júlí 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Höskuldur léttur: Ætli maður verði ekki að slá þetta met?
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er tilhlökkun, hópurinn er fókuseraður og við erum spenntir fyrir morgundeginum," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Breiðablik fyrri leik sinn gegn Drita frá Kosóvó í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn er á Kópavogsvelli.

„Við tókum þá sérstaklega fyrir í dag. Þetta er lið með góð einstaklingsgæði. Þeir eru kraftmiklir og eru lið sem verður erfitt við að eiga. Við þurfum að sjá til þess að við eigum toppleik á morgun," segir Höskuldur en hann telur Blika eiga góða möguleika.

„Við förum inn í þetta einvígi fullir sjálfstrausts en auðmjúkir á sama tíma. Við vitum að við þurfum að hafa fyrir hlutunum."

„Við búum af þeirri reynslu að hafa staðið okkur vel undanfarin ár. Við höfum þá vitneskju að þetta er alltaf erfitt og þú þarft að eiga toppleik til að fara í gegnum hvert einvígi í Evrópu á hverjum tímapunkti."

Höskuldur skoraði í síðasta einvígi gegn Tikves frá Norður-Makedóníu. Hann er núna búinn að gera tíu mörk í Evrópuleikjum og vantar eitt mark til að jafna Atla Guðnason sem er markahæstur í Evrópu fyrir íslensk karlalið.

„Það er bara flott maður, góður bónus. Ætli maður verði ekki að slá þetta met?" sagði Höskuldur léttur. „Það er auka bónus. Að fara í gegnum fleiri einvígi eykur líkurnar fyrir mig."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner