Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   mið 24. júlí 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Höskuldur léttur: Ætli maður verði ekki að slá þetta met?
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er tilhlökkun, hópurinn er fókuseraður og við erum spenntir fyrir morgundeginum," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Breiðablik fyrri leik sinn gegn Drita frá Kosóvó í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn er á Kópavogsvelli.

„Við tókum þá sérstaklega fyrir í dag. Þetta er lið með góð einstaklingsgæði. Þeir eru kraftmiklir og eru lið sem verður erfitt við að eiga. Við þurfum að sjá til þess að við eigum toppleik á morgun," segir Höskuldur en hann telur Blika eiga góða möguleika.

„Við förum inn í þetta einvígi fullir sjálfstrausts en auðmjúkir á sama tíma. Við vitum að við þurfum að hafa fyrir hlutunum."

„Við búum af þeirri reynslu að hafa staðið okkur vel undanfarin ár. Við höfum þá vitneskju að þetta er alltaf erfitt og þú þarft að eiga toppleik til að fara í gegnum hvert einvígi í Evrópu á hverjum tímapunkti."

Höskuldur skoraði í síðasta einvígi gegn Tikves frá Norður-Makedóníu. Hann er núna búinn að gera tíu mörk í Evrópuleikjum og vantar eitt mark til að jafna Atla Guðnason sem er markahæstur í Evrópu fyrir íslensk karlalið.

„Það er bara flott maður, góður bónus. Ætli maður verði ekki að slá þetta met?" sagði Höskuldur léttur. „Það er auka bónus. Að fara í gegnum fleiri einvígi eykur líkurnar fyrir mig."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner