þri 24. ágúst 2021 09:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Fannar: Þeir voru ekki lengi að stökkva á tækifærið að fá mig inn
Andri Fannar gekk í raðir FCK í dag á láni.
Andri Fannar gekk í raðir FCK í dag á láni.
Mynd: FCK
Ég verð glaður hvort sem það verður A- eða U21
Ég verð glaður hvort sem það verður A- eða U21
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bologna hefur alveg alveg mikla trú á mér líka en ég er ekki alveg jafn framarlega í röðinni þar þetta árið.
Bologna hefur alveg alveg mikla trú á mér líka en ég er ekki alveg jafn framarlega í röðinni þar þetta árið.
Mynd: Getty Images
Heimavöllurinn hér er geggjaður og stuðningsmenn eru frábærir
Heimavöllurinn hér er geggjaður og stuðningsmenn eru frábærir
Mynd: Getty Images
Eftir að hafa rætt við þjálfarann hér og yfirmann knattspyrnumála þá leist mér mjög vel á þennan klúbb. Hann er miklu stærri en ég hélt.
Eftir að hafa rætt við þjálfarann hér og yfirmann knattspyrnumála þá leist mér mjög vel á þennan klúbb. Hann er miklu stærri en ég hélt.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ég vildi spila meira en ég gerði á síðasta tímabili.
Ég vildi spila meira en ég gerði á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
„Þetta gerðist mjög hratt. Ég vildi spila meira en ég gerði á síðasta tímabili. Ég talaði við yfirmann knattspyrnumála og þjálfarana hjá Bologna og við komumst að sameiginlegri niðurstöðu að það væri meiri líkur á að ég myndi fá fleiri mínútur hér hjá FC Kaupmannahöfn heldur en hjá Bologna," sagði Andri Fannar Baldursson við Fótbolta.net í dag. Hann var spurður hvernig félagaskiptin komu til.

Miðjumaðurinn gekk í raðir FCK í dag á láni frá ítalska félaginu Bologna út tímabilið. Andri er nítján ára miðjumaður sem komið hefur við sögu í fimmtán leikjum í Serie A, þeir fyrstu komu á þarsíðustu leiktíð.

Á endanum var enginn seldur - Þarf að spila
Andri hélt áfram og ræddi söguna á bakvið skiptin.

„Planið hjá Bologna síðasta sumar var að selja miðjumann. Ég er hugsaður þar sem átta eða tía inn á miðsvæðinu og þeir náðu ekki að losa mann í þeirri stöðu. Þess vegna er svipuð staða og í fyrra og ég sá ekki fram á að fá eins margar mínútur og ég vildi. Það voru fleiri lið sem sýndu áhuga en ég þurfti að taka ákvörðun fljótt. Eftir að hafa rætt við þjálfarann hér og yfirmann knattspyrnumála þá leist mér mjög vel á þennan klúbb. Hann er miklu stærri en ég hélt."

Var Bologna að reyna selja leikmann sem er að spila reglulega þessa stundina?

„Já, þeir ætluðu að selja einn miðjumann. Það var boðið í Mattias Svanberg í fyrra en svo varð ekkert meira úr því. Breiddin er mikil og ég sá ekki fram á nægilega margar mínútur. Ég er hungraður í að spila og ég bæti mig ekki sem leikmaður ef ég spila ekki. Ég held að þetta sé flott niðurstaða."

FCK haft áhuga lengi
Eru einhver sambönd á milli FCK og Bologna?

„Nei, en þeir hjá FCK hafa haft áhuga á mér mjög lengi. Yfirmaður knattspyrnumála hefur fylgst með mér í nokkur ár og þegar þetta kom upp þá voru þeir ekki lengi að stökkva á tækifærið að fá mig inn."

Byrjunarliðssæti ekki gefins en meiri möguleiki
Sjá menn hjá FCK þig fyrir sér í stóru hlutverki?

„Já, ég talaði við þjálfarann, þeir eru virkilega spenntir fyrir mér og hafa mikla trú á mér. Auðvitað er ekki gefins að vera með byrjunarliðssæti í þessu liði, þetta er geggjað lið, topplið í Danmörku og ef þeir vinna leikinn á fimmtudaginn þá er liðið komið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, það er stórt."

„Það eru hörkumiðjumenn í liðinu en ég sé miklu stærra tækifæri hér heldur en hjá Bologna þetta tímabilið. Það er mjög gott að heyra að þeir hafa mjög mikla trú á mér. Bologna hefur alveg alveg mikla trú á mér líka en ég er ekki alveg jafn framarlega í röðinni þar þetta árið."


FCK mætir tyrkneska liðinu Sivasspor á fimmtudag, liðið er 2-1 yfir eftir fyrri leik liðanna og ef FCK tapar ekki á fimmtudag fer liðið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Þarf að spila meira en á síðasta tímabili
Líturu á það sem vonbrigði að þurfa að fara út á lán?

„Nei, alls ekki. Auðvitað langaði mig að spila hjá Bologna, mér fannst ég eiga skilið fleiri tækifæri í liðinu í fyrra en það gleymist að ég var átján ára og spilaði þó níu leiki í Serie A. Það er mjög góður árangur en til að þroskast núna sem leikmaður, orðinn nítján ára þá þarf ég að spila reglulegar og stærri hluta úr leikjum. Ég sé þetta sem möguleika á risa stökkpalli fyrir mig sem leikmann. Ég er hér til að þroskast sem leikmaður og klár í að gefa allt sem ég á fyrir FCK. Hér er spilaður mikill sóknarbolti sem er heillandi."

„Þeir hjá Bologna munu fylgjast áfram með mér. Þjálfarinn hefur mikla trú á mér en hann var hreinskilinn með það að hann sá ekki fyrir sér að nota mig meira en á síðustu leiktíð. Ég horfi á þetta sem mikið tækifæri fyrir mig á þessum tímapunkti á ferlinum."


Töldu að FCK væri besti kosturinn
Þú komst inn á að það hefði verið áhugi frá öðrum félögum. Er FCK stærsta félagið sem sýndi áhuga?

„Það voru mörg lið sem höfðu áhuga og ég fékk ekki að vita alveg allt í þeim málum. Það fór í gegnum umboðsmenn og pabba. Möguleikarnir voru skoðaðir en þetta þurfti að gerast hratt. Við töldum að þetta væri besta skrefið, þótt það voru kannski stærru félög sem sýndu áhuga."

Frábærir stuðningsmenn
Þú komst inn á að þetta er miklu stærri klúbbur en þú hélst. Er hægt að líkja umgjörðinni hjá FCK við umgjörðina hjá Bologna?

„Já, að einhverju leyti. Heimavöllurinn hér er geggjaður og stuðningsmenn eru frábærir, ég er mjög hrifinn af því sem ég hef séð. Æfingasvæðið hjá Bologna er glænýtt en ekki alveg glænýtt hér. Þetta er fótbolti og það skiptir ekki öllu máli. Ég æfði í fyrsta sinn í dag og, æfing eftir leik hjá þeim eftir helgina. Það var alvöru tempó og ég var virkilega ánægður með æfinguna. Þjálfararnir og aðrir hjá félaginu hafa tekið vel á móti mér, það finnst mér virkilega gott og jákvætt."

Allt jafn skemmtilegt
Í dag, horfiru frekar á þig sem sexu eða áttu á miðjunni?

„Það fer í raun eftir því hvernig þjálfarinn sér mig sem leikmann. Mér finnst gaman að spila; sexa, átta eða tía þetta er allt jafn skemmtilegt. Kannski að áttan sé mín uppáhaldsstaða en gaman í öllum stöðuðunum."

Stefnir alltaf á A-landsliðið
Andri á að baki fjóra A-landsleiki og fimm leiki með U21 árs landsliðinu, í upphafi september er landsleikjagluggi. Ertu að vonast eftir kalli í A-landsliðið í komandi landsliðsglugga?

„Ég stefni alltaf á A-landsliðið, það eru þrír heimaleikir hjá A-liðinu og tveir leikir, einn heima og einn úti hjá U21. Ég verð glaður hvort sem það verður A- eða U21. Þetta eru allt leikir sem við erum að fara í til að vinna."

Gæti spilað í næsta deildarleik
Hvenær gætiru spilað þinn fyrsta leik?

„Þeir eiga leik á fimmtudaginn í Evrópudeildinni, ég er ekki löglegur í þeim leik en verð löglegur ef FCK kemst í riðlakeppnina. Ég gæti spilað minn fyrsta leik í næsta deildarleik."

„Ég vona að þeir vinni á fimmtudaginn, það verður alvöru stemning á vellinum,"
sagði Andri að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner