Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 24. ágúst 2024 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Nýliðarnir unnu óvæntan sigur á Milan - Þórir Jóhann kom ekki við sögu í tapi gegn meisturunum
Milan er aðeins með eitt stig úr tveimur leikjum
Milan er aðeins með eitt stig úr tveimur leikjum
Mynd: EPA
Parma byrjar frábærlega
Parma byrjar frábærlega
Mynd: EPA
Hakan Calhanoglu skoraði í fyrsta sigri Inter
Hakan Calhanoglu skoraði í fyrsta sigri Inter
Mynd: EPA
Nýliðar Parma unnu óvæntan 2-1 sigur á Milan í 2. umferð Seríu A á Ítalíu í dag.

Endurkoma Parma í A-deildina fer vel af stað. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Fiorentina í fyrstu umferðinni og náði þá í fyrsta sigurinn á heimavelli sínum í dag.

Rúmenski leikmaðurinn Dennis Man kom Parma yfir á 2. mínútu með skoti af stutt færi eftir sendingu frá vinstri. Hann gat tvöfaldað forystuna undir lok fyrri hálfleiks er hann slapp einn í gegn, en brást bogalistin. Boltinn datt síðan fyrir samlanda hans, Valentin Mihaila, sem var einn gegn opnu marki en tókst ekki að skora.

Milan náði að sækja meira á Parma í byrjun síðari. Tijjani Reijnders átti þrumuskot í slá áður en jöfnunarmarkið kom. Rafael Leao fékk boltann í teignum áður en hann lagði boltann út á Christian Pulisic sem skoraði.

Þrettán mínútum fyrir leikslok kom sigurmarkið og voru það nýju mennirnir sem bjuggu það til. Pontus Almqvist fékk boltann úti vinstra megin, kom með laglega sendingu fyrir markið og á Matteo Cancellieri sem átti ekki í vandræðum með að skila boltanum í netið.

Frábær sigur hjá Parma sem er með fjögur stig úr tveimur leikjum en Milan aðeins með eitt stig.

Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 sigur á Lecce. Matteo Darmian skoraði á fimmtu mínútu áður en Hakan Calhanaoglu bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Fyrsti sigur Inter á tímabilinu en Lecce án stiga.

Þórir Jóhann Helgason sat allan tímann á varamannabekk Lecce.

Tíu leikmenn Udinese unnu þá 2-1 sigur á Lazio á meðan Genoa lagði Monza að velli, 1-0.

Úrslit og markaskorarar:

Inter 2 - 0 Lecce
1-0 Matteo Darmian ('5 )
2-0 Hakan Calhanoglu ('69 , víti)

Monza 0 - 1 Genoa
0-1 Andrea Pinamonti ('45 )

Parma 2 - 1 Milan
1-0 Dennis Man ('2 )
1-1 Christian Pulisic ('66 )
2-1 Matteo Cancellieri ('77 )

Udinese 2 - 1 Lazio
1-0 Lorenzo Lucca ('5 )
2-0 Florian Thauvin ('49 )
2-1 Gustav Isaksen ('90 )
Rautt spjald: Hassane Kamara, Udinese ('68)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 20 15 2 3 32 12 +20 47
2 Inter 18 13 4 1 46 15 +31 43
3 Atalanta 20 13 4 3 44 21 +23 43
4 Lazio 20 11 3 6 34 28 +6 36
5 Juventus 20 7 13 0 32 17 +15 34
6 Fiorentina 19 9 5 5 32 20 +12 32
7 Milan 19 8 7 4 29 19 +10 31
8 Bologna 18 7 8 3 27 23 +4 29
9 Udinese 20 7 5 8 23 28 -5 26
10 Roma 20 6 6 8 28 26 +2 24
11 Genoa 20 5 8 7 17 27 -10 23
12 Torino 20 5 7 8 20 25 -5 22
13 Empoli 20 4 8 8 19 25 -6 20
14 Lecce 20 5 5 10 14 32 -18 20
15 Parma 20 4 7 9 25 35 -10 19
16 Como 20 4 7 9 22 33 -11 19
17 Verona 20 6 1 13 24 44 -20 19
18 Cagliari 20 4 6 10 19 33 -14 18
19 Venezia 20 3 5 12 18 33 -15 14
20 Monza 20 2 7 11 19 28 -9 13
Athugasemdir
banner
banner