Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   lau 24. ágúst 2024 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Sjóðandi heitur Lewandowski - Kubo hetja Sociedad
Lewandowski er kominn með þrjú deildarmörk í tveimur leikjum, en þau gætu hæglega verið fleiri.
Lewandowski er kominn með þrjú deildarmörk í tveimur leikjum, en þau gætu hæglega verið fleiri.
Mynd: EPA
Pólski reynsluboltinn Robert Lewandowski skoraði sigurmark Barcelona í 2-1 sigri liðsins á Athletic í 2. umferð La Liga í dag.

Lamine Yamal skoraði fyrsta deildarmark sitt á tímabilinu á 24. mínútu. Hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn, færði boltann á vinstri fótinn áður en hann lét vaða. Boltinn fór af varnarmanni og í netið, en Yamal var líklega sama um það. Fyrsta markið komið.

Barcelona fékk fullt af færum í leiknum og hefði auðveldlega getað jarðað Athletic í fyrri hálfleiknum en nýtti ekki. Undir lok hálfleiksins fengu gestirnir vítaspyrnu sem Oihan Sancet skoraði örugglega úr.

Lewandowski fékk flest öll færin í teig Athletic. Hann kom boltanum tvisvar í stöng og þá varði Alex Padilla algert dauðafæri frá Pólverjanum.

Eina sem hann gat gert er að halda áfram að koma sér í þessi færi, sem hann gerði og kom loksins sigurmarkið þegar um það bil fimmtán mínútur voru eftir. Fyrirgjöfin kom frá vinstri, boltinn datt út í teiginn á Lewandowski sem gerði þriðja deildarmark sitt á tímabilinu.

Barcelona með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Takefusa Kubo var þá hetja Real Sociedad í 1-0 sigrinum á Espanyol. Japanski landsliðsmaðurinn gerði sigurmarkið tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Getafe gerði markalaust jafntefli við Rayo Vallecano og þá vann Osasuna 1-0 sigur á Real Mallorca.

Getafe 0 - 0 Rayo Vallecano

Espanyol 0 - 1 Real Sociedad
0-1 Takefusa Kubo ('80 )

Barcelona 2 - 1 Athletic
1-0 Lamine Yamal ('24 )
1-1 Oihan Sancet ('42 , víti)
2-1 Robert Lewandowski ('75 )

Osasuna 1 - 0 Mallorca
1-0 Ruben Garcia ('55 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 20 16 1 3 54 22 +32 49
2 Real Madrid 20 15 3 2 43 17 +26 48
3 Villarreal 19 13 2 4 37 19 +18 41
4 Atletico Madrid 20 12 5 3 35 17 +18 41
5 Espanyol 20 10 4 6 23 22 +1 34
6 Betis 20 8 8 4 33 25 +8 32
7 Celta 20 8 8 4 28 20 +8 32
8 Elche 20 5 9 6 27 26 +1 24
9 Real Sociedad 20 6 6 8 26 28 -2 24
10 Athletic 20 7 3 10 19 28 -9 24
11 Girona 20 6 6 8 20 34 -14 24
12 Osasuna 20 6 4 10 21 24 -3 22
13 Vallecano 20 5 7 8 16 25 -9 22
14 Sevilla 20 6 3 11 26 32 -6 21
15 Mallorca 20 5 6 9 24 30 -6 21
16 Getafe 20 6 3 11 15 26 -11 21
17 Valencia 20 4 8 8 19 31 -12 20
18 Alaves 20 5 4 11 16 25 -9 19
19 Levante 19 3 5 11 21 32 -11 14
20 Oviedo 20 2 7 11 11 31 -20 13
Athugasemdir
banner