Mainz 0 - 1 Koln
0-1 Marius Bulter ('90 )
Rautt spjald: Paul Nebel, Mainz ('60)
0-1 Marius Bulter ('90 )
Rautt spjald: Paul Nebel, Mainz ('60)
Nýliðinn og varamaðurinn Marius Bülter var hetja Köln sem vann dramatískan 1-0 sigur á Mainz í 1. umferð þýsku deildarinnar á Mewa Arena í Mainz í dag.
Fyrstu umferð fylgir oft mikil spenna og sást það í leiknum í dag en liðunum tókst ekki að skapa sér mikið í fyrri hálfleiknum og í besta falli hálf færi.
Stærsta atvikið var þegar Benedict Hollerbach fór meiddur af velli eftir fimmtán mínútur hjá Mainz, en hann var keyptur frá Union Berlín í sumar eftir frábært síðasta tímabil.
Allt í járnum í hálfleik en það færðist aðeins meira líf í leikinn þegar hálftími var eftir er Paul Nebel, sem var aftasti varnarmaður, togaði Jakub Kaminski niður sem var að sleppa í gegn. Nebel sá réttilega rauða spjaldið fyrir.
Köln reyndi að fjölga sóknarmönnum síðustu tuttugu mínúturnar en þrátt fyrir það var það Mainz sem tókst að skapa sér hættulegri færi. Seint í leiknum kom Silvan Widmer sér í góða stöðu sem náði tvisvar skoti, en í bæði skiptin komust varnarmenn Kölnar sér fyrir skotin.
Eftir frábæran varnarleik heimamanna kom höggið í byrjun uppbótartíma. Luca Waldschmidt kom með fyrirgjöfina frá hægri inn á varamanninn og nýliðann Marius Bülter sem stangaði honum í netið.
Ísak Bergmann Jóhannesson lék 80 mínútur hjá Köln, sem var hans fyrsti deildarleikur með liðinu. Hann fær 6,5 í einkunn hjá FotMob.
Lokatölur í Mainz, 0-1, Köln í vil sem fer vel af stað í endurkomu sinni í A-deildina.
Stöðutaflan
Þýskaland
Bundesliga - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Bayern | 1 | 1 | 0 | 0 | 6 | 0 | +6 | 3 |
2 | Eintracht Frankfurt | 1 | 1 | 0 | 0 | 4 | 1 | +3 | 3 |
3 | Augsburg | 1 | 1 | 0 | 0 | 3 | 1 | +2 | 3 |
4 | Wolfsburg | 1 | 1 | 0 | 0 | 3 | 1 | +2 | 3 |
5 | Hoffenheim | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 | 1 | +1 | 3 |
6 | Union Berlin | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 | 1 | +1 | 3 |
7 | Köln | 1 | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 | +1 | 3 |
8 | Dortmund | 1 | 0 | 1 | 0 | 3 | 3 | 0 | 1 |
9 | St. Pauli | 1 | 0 | 1 | 0 | 3 | 3 | 0 | 1 |
10 | Gladbach | 1 | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 |
11 | Hamburger | 1 | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 |
12 | Leverkusen | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 | 2 | -1 | 0 |
13 | Stuttgart | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 | 2 | -1 | 0 |
14 | Mainz | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 | 1 | -1 | 0 |
15 | Freiburg | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 | 3 | -2 | 0 |
16 | Heidenheim | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 | 3 | -2 | 0 |
17 | Werder | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 | 4 | -3 | 0 |
18 | RB Leipzig | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 | 6 | -6 | 0 |
Athugasemdir