Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Hefðum getað fengið hann í tvær stoðsendingar í lokinn
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
banner
   fim 24. september 2020 19:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Addi Grétars: Mikkel kom með tvær kökur fyrir tvö töpuð stig - Tveir leikir of mikið
Ekki heyrt í Gumma Ben
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikkel Qvist.
Mikkel Qvist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Blendnar tilfinningar, alltaf þegar maður jafnar seint eftir að hafa verið lengi undir þá getur maður sagst virða stigið en þú vilt alltaf meira," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir jafntefli gegn HK í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

„Maður er farinn að horfa á sjöunda sætið og því hefði maður viljað fá meira. HK, við, ÍA og Víkingur eru í þessari súpu. Það er ekki langt á milli og þrjú stig hefðu sett okkur í ágætis stöðu. Með þremur stigum hefðum við líka slitið okkur frá Gróttu og Fjölni í botnsætunum og það er alltaf nartandi í hnakkann á þér. Þegar komist er úr því þá geta menn slakað á og spilað án stress. Við verðum að breyta þessum jafnteflum (tíu talsins) í sigra."

Nökkvi Þeyr Þórisson fékk boltann á silfurfati við markteig HK skömmu áður en KA jafnaði leikinn. Hvernig horfði það færi við Arnari?

„Það er svo þunn lína að fá eitthvað í bakið á þér - stutt á milli."

Finnst tveir leikir of þung refsing
Arnar var spurður út í rauða spjaldið sem Mikkel Qvist fékk í síðasta leik. Mikkel fékk tveggja leikja bann fyrir að hafa farið harkalega í leikmann Fjölnis. Boltinn var kominn í burtu en Fjölnir fékk vítaspyrnu og úr henni náði liðið forystu. Hvað sagði Arnar við Mikkel eftir að hafa séð atvikið betur?

„Ég þurfti ekki að segja mikið, hann baðst afsökunar. Hann setti liðsfélaga sína í erfiða stöðu og brást liðinu. Þarna 'reactar' hann eftir að tosað var í hann. Hann notaði ekki olnboga og tók Fjölnismanninn og henti honum niður."

„Það er allt í lagi að gefa honum rautt spjald og víti - það er bara rétt. En ég er ekki sammála því að þetta eigi að vera tveir leikir. Mér fannst það vera of mikið vegna þess að ef þú notar olnboga þá er það viljaverk. Þarna var hann að losa sig og mér finnst svolítið mikið að fá tvo leiki."

„Mikkel vissi upp á sig sökina og kom með tvær kökur fyrir tvö töpuð stig eins og hann sagði sjálfur. Menn þurfa að læra af svona."


Ekki heyrt í Gumma Ben
Að lokum var Arnar spurður út í hvort hann vissi hvernig Gummi Ben fékk þær upplýsingar að Arnar væri á förum eftir að þessari leiktíð líkur? Arnar hefur áður gefið það út að framtíðin er óráðin og ekkert ákveðið varðandi framtíðina.

„Nei ég hef ekki heyrt í honum. Hann sagðist hafa áreiðanlegan heimildarmann og eins og með marga fréttamenn þá eru þeir ekkert að gefa upp sína heimildarmenn."

Nánar er rætt um leikinn í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner