Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   fim 24. september 2020 21:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jakob Leó: Klárum okkar leiki og sjáum hvað setur
Lengjudeildin
Jakob Leó Bjarnason, þjálfari Hauka.
Jakob Leó Bjarnason, þjálfari Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Við ætluðum okkur sigur, það er nokkuð ljóst," sagði Jakob Leó Bjarnason, þjálfari Hauka, eftir svekkjandi tap gegn Keflavík í mikilvægum leik í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Haukar

Haukar þurftu á sigri að halda til að blása alvöru lífi í baráttuna um að komast upp í Pepsi Max-deildina. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Keflavíkur og eru Haukar núna sjö stigum á eftir Keflavík þegar þrír leikir eru eftir.

„Við höldum áfram, klárum okkar leiki og sjáum hvað setur," sagði Jakob um möguleika Hauka á að komast upp um deild.

Þetta var frestaður leikur. Telur Jakob að stigasöfnun liðsins væri öðruvísi ef deildin hefði spilast með eðlilegu móti?

„Þetta Covid dæmi setur strik í reikninginn fyrir lið í öllum deildum. Þetta er mjög skrýtið allt saman og þetta getur auðvitað hitt verr fyrir sum lið. Nei, ég held ekki. Mér fannst við heilt yfir betri í þessum leik og áttum alla vega að fá stig."

„Framhaldið er skemmtilegt og spennandi. Við teljum okkur vera á meðal bestu liða í deildinni og það er þá gaman að mæta þeim bestu," sagði Jakob en Haukar eiga eftir að mæta tveimur efstu liðum deildarinnar.
Athugasemdir
banner