Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 24. september 2020 21:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jakob Leó: Klárum okkar leiki og sjáum hvað setur
Lengjudeildin
Jakob Leó Bjarnason, þjálfari Hauka.
Jakob Leó Bjarnason, þjálfari Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Við ætluðum okkur sigur, það er nokkuð ljóst," sagði Jakob Leó Bjarnason, þjálfari Hauka, eftir svekkjandi tap gegn Keflavík í mikilvægum leik í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Haukar

Haukar þurftu á sigri að halda til að blása alvöru lífi í baráttuna um að komast upp í Pepsi Max-deildina. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Keflavíkur og eru Haukar núna sjö stigum á eftir Keflavík þegar þrír leikir eru eftir.

„Við höldum áfram, klárum okkar leiki og sjáum hvað setur," sagði Jakob um möguleika Hauka á að komast upp um deild.

Þetta var frestaður leikur. Telur Jakob að stigasöfnun liðsins væri öðruvísi ef deildin hefði spilast með eðlilegu móti?

„Þetta Covid dæmi setur strik í reikninginn fyrir lið í öllum deildum. Þetta er mjög skrýtið allt saman og þetta getur auðvitað hitt verr fyrir sum lið. Nei, ég held ekki. Mér fannst við heilt yfir betri í þessum leik og áttum alla vega að fá stig."

„Framhaldið er skemmtilegt og spennandi. Við teljum okkur vera á meðal bestu liða í deildinni og það er þá gaman að mæta þeim bestu," sagði Jakob en Haukar eiga eftir að mæta tveimur efstu liðum deildarinnar.
Athugasemdir
banner