Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. september 2021 13:50
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir 
Fyrirliði Leiknis: Yrði ekki verra að rétta Blikum hjálparhönd
Bjarki Aðalsteinsson í leik með Leikni í sumar
Bjarki Aðalsteinsson í leik með Leikni í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Aðalsteinsson, fyrirliði Leiknis, vonast til þess að geta hrist aðeins upp í toppbaráttunni er liðið spilar við Víking R. í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar á morgun en hann ræddi við Vísi um leikinn í dag.

Bjarki er 29 ára gamall og hefur alla sína tíð búið í Kópavogi. Hann fór í gegnum unglingastarfið hjá Breiðabliki og var í hópnum sem vann deildina árið 2010.

Staðan er þannig fyrir lokaumferðina að Víkingur er á toppnum með 45 stig en Breiðablik í öðru með 44 stig. Blikar spila við HK á Kópavogsvelli á meðan Leiknir heimsækir Víking.

Hann vonast til að geta rétt Blikum hjálparhönd á morgun.

„Það yrði ekki verra," sagði Bjarki við Vísi.

„Finnur og Viktor (Margeirssynir) eru góðir vinir mínir en þeir eru svo stóískir að þeir hafa ekkert truflað mig. Maður hefur aðallega verið stoppaður hér og þar á förnum vegi og fengið hvatningu frá stuðningsmönnum Blika."

Leiknismenn hafa ekki unnið útileik á þessu tímabili en Bjarki segir að það sé möguleiki að þeir hafi verið að geyma það fyrir lokaumferðina.

„Maður hefur ekkert pælt í því. Frammistaðan á útivelli hefur ekki verið hræðileg. Við höfum átt marga fína leiki en einhvern veginn hefur þetta verið þannig að heimavöllurinn hefur verið gjöfull hvað stigasöfnun varðar. En þetta liggur ekkert á okkur. Þegar við fórum upp í fyrra gekk okkur betur á útivelli en heimavelli. Við kunnum alveg að sækja stig á útivelli og kannski vorum við að spara fyrsta útisigurinn fyrir morgundaginn,“
Athugasemdir
banner
banner
banner