Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 24. september 2021 11:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Jón Guðni samdi við Milos um að fá að hvíla
Jón Guðni í leiknum gegn Þýskalandi með landsliðinu fyrr í þessum mánuði.
Jón Guðni í leiknum gegn Þýskalandi með landsliðinu fyrr í þessum mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni Fjóluson spilaði ekki með Hammarby í 3-0 sigri liðsins gegn Gautaborg í sænsku Allsvenskan í gær. Jón Guðni hefur verið í stóru hlutverki hjá Hammarby og vakti þetta athygli sænska miðilsins Fotbollskanalen.

Það er Vísir sem vakti athygli á þessu.

Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks, er þjálfari Hammarby og segist Jón Guðni hafa samið við Milos um að hvíla í gær.

„Við tókum þessa ákvörðun saman. Líkaminn er orðinn svolítið þreyttur," sagði Jón Guðni við Fotbollskanalen.

Jón Guðni vonast eftir því að komast sem fyrst aftur í byrjunarliðið en segir þó að það verði erfitt þar sem liðið hélt hreinu.

Hammarby er í 6. sæti Allsvenskan með 33 stig eftir 20 umferðir.
Athugasemdir
banner