Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. september 2021 11:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur Arnar ráðinn þjálfari Fjölnis (Staðfest)
Lengjudeildin
Gunnar og Úlfur Arnar.
Gunnar og Úlfur Arnar.
Mynd: Fjölnir
Fjölnir tilkynnti í dag á samfélagsmiðlum sínum að félagið væri búið að ráða Úlf Arnar Jökulsson sem nýjan aðalþjálfara meistaraflokks karla.

Úlfur tekur við liðinu af Ásmundi Arnarssyni sem hætti með liðið eftir að tímabilinu í ár lauk. Úlfur hefur undanfarin fjögur ár stýrt öðrum flokki Fjölnis og samhliða því stýrði Úlli, eins og hann er oftast kallaður, liði Vængjum Júpíters í sumar.

Á árunum 2014-2017 var hann þjálfari meistaraflokks hjá nágrönnum Fjölnis í Aftureldingu.

Með Úlla í þjálfarateyminu verður Gunnar Sigurðsson aðstoðarþjálfari. Gunni hefur verið í þjálfarateymi Fjölnis undanfarin tíu ár.

„Unnið er að enn frekari viðbót við annars öflugt þjálfarateymi," segir í færslu Fjölnis.

Fjölnir endaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar í sumar eftir að hafa fallið úr efstu deild á síðasta tímabili.

Athugasemdir
banner