Leikur FH og Stjörnunnar í Bestu-deild karla í dag verður svokallaður Bleikur leikur en blásið verður til veislu í Kaplakrikanum.
Ljóst er að um afar mikilvægan leik er að ræða fyrir bæði lið sem keppast um Evrópusætin 3. og 4. sæti deildarinnar. FH er í 4. sætinu með 37 stig, einu stigi fyrir neðan Breiðablik sem er í þriðja. Stjarnan er í 5. sæti með 34 stig.
Þriðji búningur liðsins sem er bleikur var kynntur til leiks með glæsilegu myndbandi fyrr í sumar. Búningarnir hafa strax vakið mikla athygli enda hefur bleiki liturinn hingað til ekki tengst sögu FH. Ástæðan fyrir litavalinu er þó afar góð þar sem 500 krónur af öllum seldum treyjum renna óskiptar til Krabbameinsfélags Íslands.
Dagskráin í dag hefst klukkan 12:00 en allt að 70% afsláttur verður í FH verslun fyrir leikinn. Í boði verður andlitsmálning, happadrætti og bleikur stemmari eins og segir í tilkynningu FH.
Dagskráin
12:00 Lagersala FH-verslun
12:30 Hamborgarar á grillinu og dælan opnuð
13:00 DJ þeytir skífum
14:00 FH - Stjarnan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |