Klukkan 14:00 byrjar leikur Aftureldingar og Leiknis. Um er að ræða seinni leikinn í Lengjudeildarumspilinu en Afturelding unnu fyrri leikinn í Breiðholtinu 2-1. Byrjunarliðin voru að detta í hús rétt í þessu.
Lestu um leikinn: Afturelding 3 - 0 Leiknir R.
Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, gerir engar breytingar á liðinu sem vann Leikni í vikunni 2-1. Það vakti athygli hversu aftarlega Afturelding féllu niður á völlinn í Breiðholtinu þegar þeir unnu í fyrri leiknum. Magnús var greinilega sáttur með sína menn þar og kemur með óbreytt lið í dag.
Vigfús Arnar, þjálfari Leiknis, gerir hinsvegar eina breytingu á liðinu sínu frá 2-1 tapinu gegn Aftureldingu fyrr í vikunni. Inn í liðið kemur hann Árni Elvar Árnason fyrir hann Andi Hoti, sem er ekki í hóp. Andi Hoti meiddist einmit í fyrri leiknum gegn Aftureldingu. Seinustu fréttir af honum segja okkur að hann sé kinnbeinsbrotinn.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Youtube rás Lengjudeildarinnar.
Byrjunarlið Afturelding:
1. Yevgen Galchuk (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Ásgeir Marteinsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
11. Arnór Gauti Ragnarsson
13. Rasmus Christiansen
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson
22. Oliver Bjerrum Jensen
77. Ivo Braz
Byrjunarlið Leiknir R.:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
0. Ósvald Jarl Traustason
4. Patryk Hryniewicki
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Róbert Quental Árnason
8. Árni Elvar Árnason
9. Róbert Hauksson
10. Daníel Finns Matthíasson
14. Davíð Júlían Jónsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
67. Omar Sowe
Athugasemdir