Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 24. september 2023 12:12
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Havertz á bekknum gegn Tottenham - Van Dijk snýr aftur úr banni
Virgil van Dijk er mættur aftur úr banni
Virgil van Dijk er mættur aftur úr banni
Mynd: EPA
Arsenal og Tottenham eigast við í nágrannaslag í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates klukkan 13:00 í dag og þá eru þrír leikir til viðbótar á dagskrá.

Mikel Arteta gerir tvær breytingar á liði sínu frá 4-0 sigrinum gegn PSV. Kai Havertz fer á bekkinn og þá er Leandro Trossard ekki með, en inn koma þeir Fabio Vieira og Eddie Nketiah. Gabriel Martinelli er frá vegna meiðsla.

Brennan Johnson byrjar sinn fyrsta leik fyrir Tottenham í stað Manor Solomon.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir níu breytingar frá 3-1 sigrinum á LASK Linz í Evrópudeildinni. Joel Matip er í vörninni með Virgil van Dijk, sem snýr aftur úr banni. Curtis Jones er á miðjunni og þá er Darwin Nunez fremstur gegn West Ham.

Trent Alexander-Arnold er að glíma við smávægileg meiðsli og er því Joe Gomez í hægri bakverðinum.

Moises Caicedo er mættur aftur í lið Chelsea sem mætir Aston Villa á Stamford Bridge. Lesley Ugochukwu kemur úr liðinu og er það eina breytingin hjá Chelsea.

Hægt er að sjá öll byrjunarliðin hér fyrir neðan.

Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Zinchenko, Odegaard, Rice, Vieira, Saka, Gabriel Jesus, Nketiah.

Tottenham: Vicario, Porro, Romero, Van de Ven, Udogie, Sarr, Bissouma, Kulusevski, Maddison, Johnson, Son.



Brighton: Verbruggen, Veltman, Webster, Dunk, Estupinan, Gilmour, Dahoud, Adingra, Buonanotte, Ferguson, Welbeck.

Bournemouth: Neto, Aarons, Zabarnyi, Kelly, Kerkez, L Cook, Billing, Tavernier, Christie, Kluivert, Solanke.



Chelsea: Sanchez, Gusto, Disasi, Thiago Silva, Colwill, Gallagher, Caicedo, Sterling, Fernandez, Mudryk, Jackson.

Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Torres, Digne, Kamara, Douglas Luiz, Diaby, McGinn, Zaniolo, Watkins.



Liverpool: Alisson, Gomez, Van Dijk, Matip, Robertson, Szoboszlai, Mac Allister, Jones, Salah, Nunez, Diaz

West Ham: Areola, Coufal, Zouma, Aguerd, Emerson, Ward-Prowse, Alvarez, Soucek, Paqueta, Bowen, Antonio.
Athugasemdir
banner
banner