Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 24. september 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Gaf Evans verðlaunin eftir leik
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var valinn maður leiksins af ensku úrvalsdeildinni í 1-0 sigri liðsins á Burnley í gærkvöldi.

Fernandes skoraði gull af marki undir lok fyrri hálfleiks sem tryggði sigurinn, en eftir leik fékk hann verðlaunin frá deildinni.

Jonny Evans var honum við hlið og ákvað Fernandes að gefa honum verðlaunin í staðinn.

Evans var einn besti maður vallarins, lagði upp sigurmarkið með konfektsendingu og það í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir United síðan 2015.

Norður-Írinn samdi við United til eins árs í síðasta mánuði og átti hann bara að veita öðrum varnarmönnum samkeppni. Hann átti ekki að vera í stóru hlutverki, en sýndi það í gær að hann er vel fær um að spila í miðverðinum hjá þessu félagi.


Athugasemdir
banner
banner