Harry Kane, framherji Bayern München í Þýskalandi, fór á kostum í 7-0 slátrun liðsins á Bochum í gær.
Englendingurinn skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Bayern og þá lagði hann upp tvö.
Kane hefur farið vel af stað frá því hann kom frá Tottenham í sumar en hann er samtals með 7 mörk og þrjár stoðsendingar í fimm deildarleikjum.
Framherjinn fagnaði því verulega og tók þátt í fögnuðinum á Októberfest, sem er´i gangi þessa stundina.
„Þetta var fullkomið síðdegi. Það er bara gaman með þessu liði og hugarfar allra er frábært. Ég hlakka svakalega til að fara á Októberfest sagði Kane við Sport1 eftir leik.
Athugasemdir