Skoski varnarmaðurinn Marc McAusland mun yfirgefa Njarðvík þegar þegar samningur hans rennur út í næsta mánuði, en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Njarðvík fékk McAusland frá Grindavík fyrir þremur árum en síðan þá hefur hann spilað 105 leiki og skorað 19 mörk, þrátt fyrir að leika stöðu miðvarðar.
Leikmaðurinn hefur iðulega borið fyrirliðabandið í leikjum Njarðvíkum og sinnt öllum hlutverkum innan félagsins með sóma, bæði sem leikmaður og þjálfari yngri flokka.
Njarðvík og McAusland hafa ákveðið að framlengja ekki samstarfinu þegar samningi hans lýkur í næsta mánuði og mun hann því yfirgefa félagið.
Njarðvíkingum rétt tókst að bjarga sér frá falli úr Lengjudeildinni og það í lokaumferðinni.
Athugasemdir