Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 24. september 2023 15:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Liðið þurfi að grafa djúpt - „Ég á bara góðar minningar frá 2017"
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu í Dusseldorf í dag.
Frá æfingu í Dusseldorf í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það eru báðir jákvæðir og neikvæðir hlutir frá þeim leik sem við tökum með okkur inn í næsta leik," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag. Hún var þar spurð út í síðasta leik gegn Wales sem endaði með 1-0 sigri hjá okkar liði. Það var fyrsti leikurinn í Þjóðadeildinni.

„Varnarlega var þetta fínt. Það er alltaf hægt að finna betri lausnir sóknarlega. Við þurfum að vera rólegri á boltann."

Þrír miðverðir voru í byrjunarliðinu í síðasta leik; Ingibjörg, Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir. Hvernig var að spila með þeim?

„Það var mjög gott. Við þekkjum hvor aðra mjög vel og vitum hvað við erum að hugsa. Það er alltaf gaman að spila saman," sagði Ingibjörg.

Það var mjög mikilvægt að hefja Þjóðadeildina á þremur stigum. „Það var ótrúlega mikilvægt og gaf okkur mikið. Við þurfum að taka með okkur sjálfstraust og trú á verkefninu."

Stelpurnar eru núna mættar til Düsseldorf þar sem þær undirbúa sig fyrir næsta leik í Þjóðadeildinni, gegn Þýskalandi á þriðjudaginn. Það verður mjög erfitt verkefni.

„Ferðalagið var strembið, ég viðurkenni það. En við erum komnar og við sváfum vel í nótt. Þetta er góð byrjun, það er fínt veður."

Það hefur ekki gengið vel hjá Þýskalandi upp á síðkastið. Þær áttu erfitt HM og töpuðu fyrir Danmörku í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. „Við tökum því að það er smá vesen í kringum þær og sjálfstraustið ekki í botni. En við vitum líka að þær eru drullugóðar og með góða leikmenn innan liðsins. Við getum ekkert slappað af. Við þurfum alltaf að eiga okkar besta leik."

Ingibjörg byrjaði inn á hjá Íslandi í einum magnaðasta sigri í sögu kvennalandsliðsins er þær unnu 2-3 sigur gegn Þýskalandi í Wiesbaden árið 2017. Er ekki um að gera að vinna þær bara aftur?

„Ég er alveg til í það sko," sagði Ingibjörg og glotti. „Ég á bara góðar minningar frá 2017. Við þurfum að grafa djúpt og finna í hvaða standi við vorum þá andlega séð. Þetta var mikill liðssigur, það voru læti og geggjað gaman að spila. Ég vona að við fáum aftur þannig leik."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Ingibjörg ræðir meðal annars um Vålerenga þar sem hún er orðin fyrirliði.
Athugasemdir
banner
banner
banner