Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 24. september 2023 15:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Liðið þurfi að grafa djúpt - „Ég á bara góðar minningar frá 2017"
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu í Dusseldorf í dag.
Frá æfingu í Dusseldorf í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það eru báðir jákvæðir og neikvæðir hlutir frá þeim leik sem við tökum með okkur inn í næsta leik," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag. Hún var þar spurð út í síðasta leik gegn Wales sem endaði með 1-0 sigri hjá okkar liði. Það var fyrsti leikurinn í Þjóðadeildinni.

„Varnarlega var þetta fínt. Það er alltaf hægt að finna betri lausnir sóknarlega. Við þurfum að vera rólegri á boltann."

Þrír miðverðir voru í byrjunarliðinu í síðasta leik; Ingibjörg, Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir. Hvernig var að spila með þeim?

„Það var mjög gott. Við þekkjum hvor aðra mjög vel og vitum hvað við erum að hugsa. Það er alltaf gaman að spila saman," sagði Ingibjörg.

Það var mjög mikilvægt að hefja Þjóðadeildina á þremur stigum. „Það var ótrúlega mikilvægt og gaf okkur mikið. Við þurfum að taka með okkur sjálfstraust og trú á verkefninu."

Stelpurnar eru núna mættar til Düsseldorf þar sem þær undirbúa sig fyrir næsta leik í Þjóðadeildinni, gegn Þýskalandi á þriðjudaginn. Það verður mjög erfitt verkefni.

„Ferðalagið var strembið, ég viðurkenni það. En við erum komnar og við sváfum vel í nótt. Þetta er góð byrjun, það er fínt veður."

Það hefur ekki gengið vel hjá Þýskalandi upp á síðkastið. Þær áttu erfitt HM og töpuðu fyrir Danmörku í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. „Við tökum því að það er smá vesen í kringum þær og sjálfstraustið ekki í botni. En við vitum líka að þær eru drullugóðar og með góða leikmenn innan liðsins. Við getum ekkert slappað af. Við þurfum alltaf að eiga okkar besta leik."

Ingibjörg byrjaði inn á hjá Íslandi í einum magnaðasta sigri í sögu kvennalandsliðsins er þær unnu 2-3 sigur gegn Þýskalandi í Wiesbaden árið 2017. Er ekki um að gera að vinna þær bara aftur?

„Ég er alveg til í það sko," sagði Ingibjörg og glotti. „Ég á bara góðar minningar frá 2017. Við þurfum að grafa djúpt og finna í hvaða standi við vorum þá andlega séð. Þetta var mikill liðssigur, það voru læti og geggjað gaman að spila. Ég vona að við fáum aftur þannig leik."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Ingibjörg ræðir meðal annars um Vålerenga þar sem hún er orðin fyrirliði.
Athugasemdir
banner
banner