Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 24. september 2023 11:07
Brynjar Ingi Erluson
Verður Dembele lánaður til Englands? - Ramsdale orðaður við Bayern
Powerade
Ousmane Dembele er orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni
Ousmane Dembele er orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: PSG
Þá er komið að slúðrinu á þessum ágæta sunnudegi en það er fullt af áhugaverðum molum í pakka dagsins.

Ivan Toney (27), framherji Brentford, er klár í að yfirgefa félagið í janúar, en hann er falur fyrir 60 milljónir punda. (Sunday Mirror)

Arsenal, Tottenham og West Ham eru öll að skoða það að fá Ousmane Dembele (26) á láni frá Paris Saint-Germain, en hann gekk í raðir PSG í sumar frá Barcelona. (Sunday Mirror)

Bruno Guimaraes (25), miðjumaður Newcastle og brasilíska landsliðsins hefur gert munnlegt samkomulag um að framlengja samning sinn til 2028. (Sky Sports)

Manchester United reyndi að setja nokkra leikmenn í skiptum fyrir Rasmus Höjlund í sumar. Félagið bauð Atalanta að fá Donny van de Beek (26) og brasilíska miðjumanninn Fred (30), til að lækka kostnaðinn á Höjlund, en Atalanta hafði ekki áhuga á því og vildi aðeins fá pening fyrir danska landsliðsmanninn. (Athletic)

Villarreal hefur áhuga á Van de Beek en hann er ekki í myndinni hjá Manchester United. (Fichajes)

United er einnig í viðræðum við Hannibal Mejbri (20) um nýjan samning. (Sunday Express)

Ange Postecoglou, stjóri Tottenhaam, gæti endurnýjað kynni sín við portúgalska kantmanninn Jota (24), sem spilaði undir hans stjórn hjá Celtic, en hann vill fara frá Al-Ittihad. (Sunday Mirror)

Everton gæti þurft að selja stjörnuleikmann í janúar ef yfirtaka 777 Partners fer ekki í gegn. (Sunday Mirror)

WBA er í leit að nýjum eiganda en Gouchuan Lai, eigandi félagsins, vill ljúka sölunni fyrir lok árs. (Mail)

Chelsea og Bayern München hafa áhuga á því að fá Aaron Ramsdale (25), markvörð Arsenal, en hann er búinn að missa sæti sitt í liðinu. (Mail)

Ramsdale mun hins vegar ekki flýta sér að taka ákvörðun um framtíðin sína. (Sunday Mirror)

Manchester United, Liverpool og Arsenal eru öll tilbúin að leggja fram tilboð í Aaron Hickey, leikmann Brentford. Bayern hefur einnig áhuga á þessum 21 árs gamla bakverði. (Goal)

Trent Alexander-Arnold (24), leikmaður Liverpool, er skuldbundinn félaginu og er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við félagið. (Football Insider)

Evan Ferguson (18), leikmaður Brighton og írska landsliðsins ákvað að það væri best fyrir ferilinn að vera áfram hjá félaginu í stað þess að semja við Manchester United, en félagið sýndi honum áhuga í sumar. (Sunday Mirror)

Marcus Rashford og Paul Pogba höfnuðu því að taka við fyrirliðabandinu hjá Manchester United er Ole Gunnar Solskjær var við stjórn. (Sun)

Manchester City ætlar að fá Matty Young (16), markvörð Sunderland. (Sun)

Paris Saint-Germain hefur áhuga á Rodrygo (22), leikmanni Real Madrid og brasilíska landsliðsins. (Football Transfers)

Real Madrid hefur þá áhuga á að fá Alphonso Davies (22), leikmann Bayern München. (Football Transfers)
Athugasemdir
banner
banner