Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   sun 24. október 2021 10:48
Brynjar Ingi Erluson
Pique ætlar að klára ferilinn hjá Barcelona
Gerard Pique
Gerard Pique
Mynd: EPA
Spænski varnarmaðurinn Gerard Pique ætlar að klára ferilinn hjá Barcelona en mun þó hætta áður en honum verður hent á bekkinn hjá liðinu.

Pique er 34 ára gamall og uppalinn hjá Börsungum en fór ungur að árum til enska félagsins Manchester United og spilaði þar í fjögur ár áður en hann hélt aftur til Barcelona árið 2008.

Hann hefur verið þar síðustu þrettán ár og verið með bestu varnarmönnum heims.

Samningur hans við Barcelona gildir til 2024 og ætlar hann að klára ferilinn þar, en hann ætlar sér þó að hætta áður en hann verður settur á bekkinn.

„Það er klárt mál að ég ætli mér að klára ferilinn hjá Barcelona, en ég mun ekki sætta mig við að enda ferilinn á bekknum."

„Sjáum til. Ef það eru þrír mánuðir eftir af tímabilinu og það er komið að mér að setjast á bekkinn, þá er það þannig, en ég hef engan áhuga á því að sitja á bekknum í heilt ár,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner