Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   þri 18. nóvember 2025 12:08
Kári Snorrason
Clement tekinn við Norwich (Staðfest)
Mynd: EPA

Belginn Philippe Clement hefur verið ráðinn sem nýr stjóri Norwich. Félagið tilkynnti frá tíðindunum fyrir skömmu og segir þar að Clement hafi skrifað undir samning til ársins 2029. 

Liam Manning hafði stýrði liðinu í upphafi tímabils en var látinn taka poka sinn í upphafi landsliðsgluggans fyrir rúmri viku. Norwich er í næst neðsta sæti Championship deildarinnar með aðeins 9 stig eftir fimmtán leiki.

Norwich vann síðast leik undir lok ágústmánaðar. Alls eru það ellefu leikir í röð sem liðið hefur ekki tekist að vinna, þar af hefur Norwich tapað átta sinnum.


Clement var síðast stjóri skoska stórveldisins Rangers en var rekinn þaðan fyrr á árinu eftir slakt gengi. Þar áður hafði hann verið við stjórnvölinn hjá Mónakó, Genk, Club Brugge og Beveren.


Athugasemdir
banner
banner
banner