þri 24. nóvember 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Þóra Jónsdóttir framlengir við Selfoss
Þóra Jónsdóttir
Þóra Jónsdóttir
Mynd: UMFS
Þóra Jónsdóttir, miðjumaður Selfoss í Pepsi Max-deild kvenna, framlengdi í gær samning sinn við félagið til næstu tveggja ára en þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu.

Þóra er 22 ára gömul og uppalin hjá félaginu en hún spilaði fyrstu meistaraflokksleiki sína árið 2018.

Hún hefur spilað 35 leiki í deild- og bikar og skorað eitt mark en það mark gerði hún í úrslitaleik bikarsins á síðasta ári í framlengingu gegn KR-ingum.

Þóra hefur nú skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Selfoss en Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari liðsins, var afar ánægður eftir undirskrift.

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur og ég er mjög ánægður með að Þóra ætli að taka slaginn með okkur næstu tvö árin. Hún er búin að taka miklum framförum síðustu tvö ár hér á Selfossi og er mjög mikilvægur hlekkur í okkar liði. Hún er öflugur liðsmaður sem gefur mikið af sér bæði innan vallar sem utan," sagði Alfreð Elías.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner