Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   fim 24. nóvember 2022 14:28
Elvar Geir Magnússon
Glazer fjölskyldan segist ætla að selja besta aðilanum en ekki þeim ríkasta
Manchester United hefur verið að segja stuðningsmannahópnum félagsins að Glazer fjölskyldan vilji að félagið endi í höndum besta mögulega eigandans og muni ekki endilega taka besta tilboðinu.

Margir efast stórlega um að það sé rétt en þessar fréttir gætu glatt einhverja sem hafa óttast að félagið verði selt til ríkis þar sem mannréttindabrot viðgangast.

The Raine Group, sem sá um söluna á Chelsea fyrr á þessu ári, hefur tekið að sér ráðgjafahlutverk í þessu söluferli

Sagt er að Glazer fjölskyldan muni hlusta á tilboð upp á lágmarki fimm milljarða punda. Þeir telja að stuðningur við United á heimsvísu geri félagið eftirsóttara en Liverpool sem er einnig til sölu.

Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er orðaður við félagið en hann hefur verið stuðningsmaður United síðan í æsku.

Spánverjinn Armancio Ortega, eigandi fatafyrirtækisins Zara, er einnig sagður hafa áhuga en hann er 19. ríkasti maður heims. Ortega er 86 ára gamall.

Bandaríski tæknirisinn Apple hefur einnig verið orðaður við kaup á félaginu.
Athugasemdir
banner