Bandaríski tæknirisinn Apple er orðaður við kaup á Manchester United samkvæmt fréttum. United er til sölu eins og greint var frá í þessari viku.
Daily Star segir að Apple, sem er stærsta tæknisfyrirtæki heims, gæti haft áhuga á því að kaupa United fyrir 5,8 milljarða punda.
Daily Star segir að Apple, sem er stærsta tæknisfyrirtæki heims, gæti haft áhuga á því að kaupa United fyrir 5,8 milljarða punda.
Apple hefur aldrei átt stórt íþróttafélag en viðskiptatækifærin sem United getur opnað eru sögð stór ástæða fyrir áhuganum.
Talið er víst að United verði dýrasta fótboltafélag sögunnar en Todd Boehly og hans menn borguðu 4,25 milljarða punda fyrir Chelsea.
Breski auðkýfingurinn Sir Jim Ratcliffe er enn talinn líklegastur til þess að kaupa Manchester United af Glazer fjölskyldunni.
Sjá einnig:
Stuðningsfólk Man Utd mjög spennt fyrir Ratcliffe
Athugasemdir