
Það eru margir sem eru ósáttir með áfengisbannið sem ríkir á HM í Katar en stuðningsmenn deyja ekki ráðalausir.
Stuðningsmenn hafa reynt ýmsar aðferðir til að smygla áfengi inn á leikvangana en gæslumenn virðast vera gríðarlega vel viðbúnir.
Einn stuðningsmaður Mexíkó reyndi að smygla áfengi inn í gegnum kíki hjá sér en gæslumenn tóku eftir að það var eitthvað athugavert við gripinn.
Þeir voru ekki lengi að finna og opna fyrir drykkjargatið á kíkinum en þetta er væntanlega ekki fyrsti áfengiskíkirinn sem þeir hafa séð síðustu vikuna.
Athugasemdir