Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   lau 25. janúar 2020 19:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Bayern valtaði yfir Schalke á heimavelli
Bayern 5 - 0 Schalke 04
1-0 Robert Lewandowski ('6 )
2-0 Thomas Muller ('45 )
3-0 Leon Goretzka ('50 )
4-0 Thiago Alcantara ('58 )
5-0 Markus Schubert ('89 , sjálfsmark)

Bayern tók á móti Schalke í lokaleik dagsins í þýsku Bundesliga. Robert Lewandowski skoraði fyrsta markið á 6. mínútu þegar hann fékk boltann frá Ivan Perisic í teignum. Markvörður Schalke hélt ekki fyrirgjöf frá hægri og boltinn fór á Perisic sem kom honum á Lewandowski sem hamraði boltann í netið.

Thomas Muller kom Bayern í 2-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann kom boltanum í netið af stuttu færi eftir skallasendingu Leon Goretzka. Goretzka skoraði sjálfur þriðja markið þegar hann fylgdi á eftir eigin skalla og klippti boltann afar smekklega í netið.

Thiago Alcantara skoraði 4. markið á 58. mínútu eftir góðan undirbúning Lewandowski. Fimmta markið kom svo á 89. mínútu. Spurning er hvort markið verði skráð á Serge Gnabry eða markvörð Schalke, Markus Schubert. Boltinn fór af Schubert í netið eftir skot Gnabry af vinstri kantinum.

5-0 sigur Bayern staðreynd og liðið er einungis stigi á eftir toppliði Leipzig eftir leiki dagsins.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 6 6 0 0 25 3 +22 18
2 Dortmund 6 4 2 0 12 4 +8 14
3 RB Leipzig 6 4 1 1 8 8 0 13
4 Stuttgart 6 4 0 2 8 6 +2 12
5 Leverkusen 6 3 2 1 12 8 +4 11
6 Köln 6 3 1 2 11 9 +2 10
7 Eintracht Frankfurt 6 3 0 3 17 16 +1 9
8 Freiburg 6 2 2 2 9 9 0 8
9 Hamburger 6 2 2 2 6 8 -2 8
10 St. Pauli 6 2 1 3 8 9 -1 7
11 Hoffenheim 6 2 1 3 9 12 -3 7
12 Werder 6 2 1 3 9 14 -5 7
13 Union Berlin 6 2 1 3 8 13 -5 7
14 Augsburg 6 2 0 4 11 13 -2 6
15 Wolfsburg 6 1 2 3 8 10 -2 5
16 Mainz 6 1 1 4 5 10 -5 4
17 Heidenheim 6 1 0 5 4 11 -7 3
18 Gladbach 6 0 3 3 5 12 -7 3
Athugasemdir