Manchester City kom til baka gegn Chelsea og vann 3-1 á Etihad í dag eftir að Noni Madueke kom Chelsea yfir eftir skelfileg mistök hjá Abdukodir Khusanov í sínum fyrsta leik fyrir City.
Josko Gvardiol jafnaði metin og Erling Haaland kom liðinu yfir þegar hann vippaði yfir Robert Sanchez í marki Chelsea en Sanchez leit ansi illa út.
„Þetta getur ekki haldið áfram svona með Sanchez sem markmann Chelsea. Hann er veikur hlekkur. Markmenn eiga að vinna stig fyrir þig ekki tapa þeim. Skelfileg ákvörðunartaka. Hann gerði Haaland auðvelt fyrir," sagði Lewis Jones hjá Sky Sports.
„Þetta er gamli góði Haaland. Það er ekki hægt að ráða við hann. Ég veit ekki hvað markmaðurinn er að gera. Hann er ekki nógu góður. Frábært hjá Haaland, þessar löngu sendingar hafa verið að fara illa með Chelsea undanfarnar mínútur," sagði Gary Neville hjá Sky Sports.
Það var svo Phil Foden sem innsiglaði sigurinn eftir sendingu frá Haaland.
Sjáðu markið hjá Haaland hér
Athugasemdir