Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. febrúar 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Arsenal á "heimaleik"
Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Benfica í fyrri leik liðanna. Liðið spilar
Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Benfica í fyrri leik liðanna. Liðið spilar
Mynd: Getty Images
Ögmundur er ekki í Evrópudeildarhóp Olympiakos.
Ögmundur er ekki í Evrópudeildarhóp Olympiakos.
Mynd: Getty Images
Seinni leikirnir í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar verða spilaðir á þessum fimmtudegi.

Það eru alls 15 leikir í dag, sjö leikir klukkan 17:55 og hinir átta leikirnir klukkan 20:00. Tottenham var í gær fyrsta liðið til að komast áfram í 16-liða úrslitin en Lundúnaliðið hafði betur gegn Wolfsberger frá Austurríki.

Það eru tvö Íslendingalið eftir í keppninni, Arsenal og Olympiakos. Landsliðsmarkverðirnir Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson eru leikmenn þessara liða en hvorugur þeirra er í Evrópudeildarhóp hjá sínu liði.

Arsenal gerði 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum við Benfica en á heimaleik sinn í einvíginu í kvöld. Leikurinn fer hins vegar ekki fram í London út af hertum reglum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Leikurinn fer fram í Grikklandi. Olympiakos, sem er frá Grikklandi, vann 4-2 heimasigur á PSV frá Hollandi og á útileik í kvöld.

Manchester United er svo gott sem komið áfram eftir 0-4 sigur á Real Sociedad í fyrri leik liðanna. Þau eigast við á Old Trafford í kvöld.

Hér að neðan má sjá alla leiki kvöldsins.

fimmtudagur 25. febrúar

EUROPA LEAGUE: 1/16 Final
17:55 Ajax - Lille
17:55 Shakhtar D - Maccabi Tel Aviv
17:55 Villarreal - Salzburg
17:55 Rangers - Antwerp
17:55 Arsenal - Benfica (Stöð 2 Sport 2)
17:55 Hoffenheim - Molde
17:55 Napoli - Granada CF
20:00 Dinamo Zagreb - FK Krasnodar
20:00 Roma - Braga
20:00 Leicester - Slavia Prag (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Milan - Rauða stjarnan
20:00 Man Utd - Real Sociedad (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Club Brugge - Dynamo K.
20:00 Leverkusen - Young Boys
20:00 PSV - Olympiakos
Athugasemdir
banner
banner
banner