Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 25. febrúar 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðbrögð stuðningsmanna hafa haft áhrif á Rose
Marco Rose.
Marco Rose.
Mynd: Getty Images
Marco Rose, sem tekur við Borussia Dortmund í Þýskalandi, í sumar hefur fengið sinn skerf af gagnrýni frá stuðningsmönnum Borussia Mönchengladbach upp á síðkastið.

Hinn 44 ára gamli Rose hefur stýrt Gladbach frá árinu 2019 en hann var áður þjálfari Red Bull Salzburg.

Gladbach er í áttunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá Dortmund er í sjötta sæti. Það er um þrír mánuðir eftir af tímabilinu en það hefur nú þegar verið tilkynnt að Rose taki við Dortmund eftir fyrir næsta tímabil.

Stuðningsmenn Gladbach hafa ekki tekið vel í þetta og hafa einhverjir þeirra hengt upp borða fyrir utan æfingasvæði félagsins þar sem Rose er gagnrýndur.

Hann viðurkennir að þetta hafi haft áhrif á sig. „En ég trúi því líka að sú staðreynd að við höfum bætt okkur mikið á þessu síðastliðna eina og hálfa ári og margir trúa því að þessu verkefni hér er ekki lokið. Ég er sammála."

Rose er sammála því en hann tók ákvörðun sem honum þótti best fyrir sjálfan sig. „Ég vissi að það yrðu ekki allir sammála þessari ákvörðun," sagði Rose við Goal.

Gladbach tók á móti Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Niðurstaðan var tap.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner