Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 19:50
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Þetta er algerlega sturlað
Jürgen Klopp með bikarinn
Jürgen Klopp með bikarinn
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var í skýjunum með leikmenn sína eftir að liðið vann enska deildabikarinn á Wembley í dag.

Klopp var að glíma við erfitt val á byrjunarliði eftir að það varð ljóst að þeir Darwin Nunez, Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai yrðu ekki með.

Margir ungir leikmenn fengu tækifærið inn af bekknum, en Klopp á enn erfitt með að trúa því sem hann sá í kvöld.

„Það sem gerðist hér var algarlega sturlað og þetta er ekki mögulegt. Liðið, hópuinn og akademía full af karakter. Ég er svo stoltur að hafa verið hluti af þessu í kvöld.“

„Það klikkaðasta við það er að við verðskulduðum þetta. Við vorum heppnir á vissum augnablikum og þeir líka. Strákarnir mættu og það var mjög svalt.“

„Ég er viss um að við höfum sett alla krakkana inn á. Við þurftum ferskar lappir og þeir voru ferskir, en mjög ungir. Þeir gerðu samt sitt.“

„Strákarnir hafa æft lengi með okkur og vita nákvæmlega hvað við þurfum að gera. Þeir eru alger hausverkur, svona ef ég á að vera hreinskilinn, en það er nákvæmlega það sem þú þarft að vera á svona augnablikum. Ekki bara þeir. Hvað með Harvey Elliott í 120 mínútur? Endo labbaði með stífar lappir á verðlaunaafhendinguni.“

„Við gleymdum að minnast á Conor. Hann var svo góður og Caoimhin líka. Við erum með besta markvörð í heimi og besta varamarkvörðinn,“
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner