Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 25. mars 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steve Dagskrá velur úrvalslið Pepsi Max
Mynd: Steve Dagskrá
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net hafði samband við Steve Dagskrá og bað þáttastjórnendur hlaðvarpsþáttarins, þá Andra Geir Gunnarsson og Vilhjálm Frey Hallsson, að velja úrvalslið skipað leikmönnum í Pepsi Max-deild karla.

Í gær kom út nýr þáttur af Steve Dagskrá og má nálgast hann með því að smella hér.

Reglurnar eru einfaldar: Besta samsetta lið skipað leikmönnum efstu deildar á Íslandi. Steve stillir upp í 4-3-3. Liðið má sjá hér að neðan ásamt varamannabekk. Í kjölfarið kemur smá útskýring frá Steve, textinn er þeirra eiginn.



Varamannabekkurinn:
Óskar Örn (KR)
Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Bjöggi Stef (KR)
Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingur R.)
Sölvi Guðbjargarson (Stjarnan)
Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir)


Texti Steve Dagskrá:
Stillum upp í lauflétt 4-3-3 og formúlan er einföld, það eru allir í Nike Mercurial Vapor. Léttleikandi leikmenn í bland við reynslumikla harðhausa í Elfari, Sölva og Baldri sérstaklega. Hægri smellum á bakverðina og drögum upp. Baldur situr en kemur inn í föstum leikatriðum. Andri Rafn fær free role og Einar Karl er í því að finna menn í lappir. Tryggvi er get behind framherjinn okkar á meðan Lennon er í trequartista hlutverkinu. Valgeir er svo úti á kanti með attitude.

Bekkurinn er ógnarsterkur og í sókndjarfari kantinum. Þar ber helst að nefna the veteran Óskar Örn sem væri í startinu ef hann hefði bara stöðugri í Vapor-num. Bjöggi er stöðugasti Vaporinn í hópnum enda kemur hann inn á og skorar. Davíð Ingvars er móralskur stuðningur við bróðir sinn og kemur inn ef Kiddi biður um skiptingu. Þeir Ágúst, Sölvi, Óliver og Ingibergur starta næsta leik.

Fyrri úrvalslið:
Hrafnkell Freyr velur úrvalslið Pepsi Max
Jói Skúli velur úrvalslið Pepsi Max
Athugasemdir
banner
banner