Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. mars 2021 16:10
Magnús Már Einarsson
Leiknir F. fær spænskan kantmann (Staðfest)
Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis F.
Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis F.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Fáskrúðsfirði hefur samið við spænska sóknarmanninn Imanol Vergara González.

„Imanol er fæddur það herrans ár 1989 og er því hokinn af reynslu. Hann hefur spilað 10 tímabil í spænsku þriðjudeildinni og 3 ár í annarri deild B (seconda B)," segir á heimasíðu Leiknis.

„Imanol getur spilað á báðum köntunum sem og í hinni margumræddu en sjaldséðu holu."

Leiknir féll úr Lengjudeildinni á markatölu í fyrra en liðið á að mæta ÍR í fyrstu umferð í 2. deildinni í ár þann 8. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner