Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
banner
   lau 25. mars 2023 15:00
Aksentije Milisic
Lánsmaður frá Man Utd vill koma Sunderland upp í úrvalsdeildina

Amad Diallo, leikmaður Sunderland sem er í láni frá Manchester United, hefur staðið sig mjög vel með Sunderland í Championship deildinni í vetur.


Man Utd keypti hinn tvítuga Diallo á mikinn pening frá Atalanta árið 2021 og hefur hann fengið nokkur tækifæri í treyju Man Utd en alls ekki mörg. Hann var á láni hjá Rangers í Skotlandi í fyrra þar sem hann byrjaði vel en datt síðan fljótlega á varamannabekkinn.

United lánaði hann til Sunderland fyrir þetta tímabil og þar hefur kappinn svo sannarlega fundið sig. Hann er í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum liðsins og hefur hann verið að draga vagninn hjá Sunderland sem er að spila á ný í Championship deildinni.

Þegar 38 umferðir eru liðnar af deildinni þá situr Sunderland í ellefta sæti deildarinnar, sjö stigum frá sæti í umspilinu.

„Markmið mitt hérna í upphafi tímabils var að skora tíu mörk,” sagði Diallo.

„Núna vil ég skora fleiri mörk en ég er með annað markmið og það er að koma Sunderland í ensku úrvalsdeildinna.”

Diallo er búinn að brjóta tíu marka múrinn en umræða var í gangi í janúar mánuði hvort Man Utd ætlaði að kalla hann til baka úr láni. Erik ten Hag, stjóri Man Utd, sagði þá að Diallo klárar tímabilið í treyju Sunderland.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 23 15 6 2 54 23 +31 51
2 Middlesbrough 23 12 7 4 33 24 +9 43
3 Ipswich Town 23 10 8 5 38 23 +15 38
4 Hull City 23 11 5 7 39 37 +2 38
5 Preston NE 23 9 10 4 30 23 +7 37
6 Bristol City 23 10 6 7 32 25 +7 36
7 Millwall 23 10 6 7 25 31 -6 36
8 Watford 23 9 8 6 33 29 +4 35
9 QPR 23 10 5 8 33 35 -2 35
10 Stoke City 23 10 4 9 28 21 +7 34
11 Derby County 23 8 8 7 32 31 +1 32
12 Southampton 23 8 7 8 37 33 +4 31
13 Wrexham 23 7 10 6 32 30 +2 31
14 Leicester 23 8 7 8 32 33 -1 31
15 Birmingham 23 8 6 9 31 30 +1 30
16 West Brom 23 8 4 11 26 31 -5 28
17 Charlton Athletic 22 7 6 9 21 27 -6 27
18 Blackburn 22 7 5 10 22 26 -4 26
19 Sheffield Utd 23 8 2 13 31 36 -5 26
20 Swansea 23 7 5 11 24 31 -7 26
21 Oxford United 23 5 7 11 24 32 -8 22
22 Portsmouth 22 5 7 10 19 29 -10 22
23 Norwich 23 5 6 12 26 35 -9 21
24 Sheff Wed 22 1 7 14 18 45 -27 -8
Athugasemdir
banner