banner
   lau 25. mars 2023 21:24
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Níu leikmenn ÍH sigruðu Ými
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: KFA

Það fóru fimm leikir fram í B-deild Lengjubikarsins í dag þar sem níu leikmönnum ÍH tókst að sigra topplið Ýmis í riðli 1.


Staðan var 2-2 í hálfleik en gestirnir úr Hafnarfirði misstu tvo leikmenn af velli í upphafi síðari hálfleiks og léku því 9 gegn 11 í um 40 mínútur.

Staðan hélst 2-2 allt þar til á lokamínútunum, þegar ÍH gerði ólíklegt sigurmark þökk sé sjálfsmarki. ÍH endar því í þriðja sæti riðilsins með 7 stig eftir 5 leiki, en Ýmir endar á toppinum með 12 stig. Ýmismenn voru með fullt hús stiga fyrir lokaumferðina.

Þá nældi KV í sinn eina sigur í Lengjubikarnum í ár þegar Vesturbæingar heimsóttu Víking til Ólafsvíkur og unnu í sjö marka leik. KV endar í neðsta sæti með fjögur stig og Víkingur í öðru sæti með sjö stig.

Riðill 1:
Ýmir 2 - 3 ÍH
1-0 Arian Ari Morina ('7 )
1-1 Arnar Sigþórsson ('9 )
1-2 Arnar Sigþórsson ('40 )
2-2 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('42 )
2-3 Árni Fannar Friðriksson ('88 , Sjálfsmark)
Rautt spjald: Arnar Sigþórsson, ÍH ('51)
Rautt spjald: Kjartan Þór Þórisson, ÍH ('54)

Víkingur Ó. 3 - 4 KV
0-1 Askur Jóhannsson ('1 )
0-2 Agnar Þorláksson ('15 )
1-2 Luis Romero Jorge ('29 )
2-2 Abdelhadi Khalok El Bouzarrari ('36 )
2-3 Freyr Þrastarson ('38 )
2-4 Patrik Thor Pétursson ('52 )
3-4 Mikael Hrafn Helgason ('90 , Mark úr víti)

Eiður Andri Thorarensen gerði þá eina mark leiksins í langþráðum sigri Hvíta riddarans, sem lýkur keppni með þrjú stig. Hvíti riddarinn lagði Elliða að velli í lokaumferðinni og deila liðin botnsæti riðils 2.

Í riðli 4 er KFA búið að tryggja sér toppsætið þrátt fyrir að eiga leik til góða á samkeppnina. KFA fór létt með KF og er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.

William Suarez Marques skoraði tvennu á útivelli gegn KF og bætti Marteinn Már Sverrisson og Unnar Ari Hansson sitthvoru markinu við.

Höttur/Huginn lýkur riðlakeppninni í öðru sæti með níu stig eftir sigur gegn Dalvík/Reyni í spennandi slag.

Riðill 2:
Elliði 0 - 1 Hvíti riddarinn
0-1 Eiður Andri Thorarensen ('29)

Riðill 4:
KF 0 - 4 KFA
0-1 William Suárez Marques ('5 )
0-2 Marteinn Már Sverrisson ('19 )
0-3 Unnar Ari Hansson ('29 )
0-4 William Suárez Marques ('33 )

Dalvík/Reynir 2 - 3 Höttur/Huginn
1-0 Áki Sölvason ('5 )
1-1 Björgvin Stefán Pétursson ('9 )
1-2 Sæbjörn Guðlaugsson ('13 )
1-3 Bjarki Fannar Helgason ('47 )
2-3 Tómas Þórðarson ('70 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner