Atli Guðnason er leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild, sjöfaldur Íslandsmeistari, tvöfaldur bikarmeistari og sá Íslendingur sem hefur skorað flest mörk í Evrópukeppnum. Hann hefur tvisvar sinnum verið kjörinn besti leikmaður efstu deildar og sá eini sem hefur bæði átt flest mörk og flestar stoðsendingar á sömu leiktíð.
Einhvern veginn svona hljómaði kynning Jóns Páls Pálmasonar á gesti sínum í hlaðvarpsþættinum Tveggja Turna Tal sem birtur var hér á Fótbolti.net í gær. Í byrjun þáttar heyrðist lag FM95Blö, Hver Er Sá Besti og spurði Jón Páll Atla, sem lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2020, einfaldlega hvort hann væri sá besti.
Einhvern veginn svona hljómaði kynning Jóns Páls Pálmasonar á gesti sínum í hlaðvarpsþættinum Tveggja Turna Tal sem birtur var hér á Fótbolti.net í gær. Í byrjun þáttar heyrðist lag FM95Blö, Hver Er Sá Besti og spurði Jón Páll Atla, sem lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2020, einfaldlega hvort hann væri sá besti.
„Nei, alls ekki," sagði Atli.
„Ertu ekki besti leikmaður í sögu efstu deildar?" spurði FH-ingurinn Jón Páll.
„Nei, það held ég ekki. Ég veit um einn, Óskar er miklu betri en ég," sagði Atli.
„Er það?" spurði Jón Páll.
„Já, miklu betri," svaraði Atli einfaldlega.
Þeir Atli og Óskar Örn Hauksson eru klárlega á meðal bestu leikmanna í sögu efstu deildar á Íslandi. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa verið lengi í toppliðum á Íslandi og unnið fjölda titla.
„Af þeim sem hafa verið heima. Þeir sem eru bestir fara yfirleitt út. Við erum svona þeir sem hafa verið heima lengst," sagi Atli og sagði að enginn rígur væri á milli þeirra. Þáttinn má nálgast í spilaranum neðst.
Í 285 leikjum með FH í úrvalsdeildinni skoraði Atli 68 mörk og gaf 84 stoðsendingar (tölfræði Óskars Ófeigs á Vísi), þremur stoðsendingum minna en Guðmundur Benediktsson sem er sá stoðsendingahæsti í sögunni.
Óskar Örn er fertugur og hefur líklega leikið sinn síðasta leik í efstu deild, en hann yfirgaf herbúðir Víkings fyrr í vetur. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar og sá leikjahæsti í Íslandsmótinu. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari á sínum ferli. Óskar lék 382 leiki í efstu deild og skoraði 88 mörk og gaf 75 stoðsendingar. Atli kom við sögu í þremur landsleikjum á sínum tíma og Óskar lék tvo landsleiki.
Athugasemdir