Danilo, fyrrum varnarmaður Man City, segist hafa verið heilaþveginn af Pep Guardiola.
Danilo er 33 ára gamall Brasilíumaður en hann lék 60 leiki með Man City frá árunum 2017-2019. Hann gekk til liðs við félagið frá Real Madrid en spilaði með Juventus þar til hann gekk til liðs við Flamengo í lok janúar á þessu ári.
Danilo er 33 ára gamall Brasilíumaður en hann lék 60 leiki með Man City frá árunum 2017-2019. Hann gekk til liðs við félagið frá Real Madrid en spilaði með Juventus þar til hann gekk til liðs við Flamengo í lok janúar á þessu ári.
„Pep Guardiola kennir leikmönnunum sínum. Það er það mikilvægasta sem hann gerir, hann lætur leikmennina hugsa eins um fótbolta. Tíma, pláss, hreyfingar, stöðu, halda boltanum. Hann lætur þig skilja plássin á vellinum betur en nokkur annar," sagði Danilo.
„Ég var heilaþveginn af Guardiola en á góðan hátt. Mér leið eins og ég væri kominn aftur í skóla. Það sem ég upplifði hjá honum leyfði mér að komast upp á hærra plan og halda því til dagsins í dag. Það var ekki eins og ég hafi verið heimskur áður en ég kom til Man City."
„Ég áttaði mig á því að ég spilaði fótbolta á rangan hátt. Ef ég hefði kynnst honum fyrr hefði hann gert líf mitt mun auðveldara. Ég er svo ánægður að hafa spilað undir hans stjórn og læra af honum," sagði Danilo að lokum.
Athugasemdir