
Leiknir R. er búinn að tryggja sér varnarmanninn efnilega Jón Arnar Sigurðsson á lánssamningi frá KR sem gildir út tímabilið.
Jón Arnar er fæddur 2007 og kom við sögu í 15 leikjum með KR í Bestu deildinni í fyrra.
Jón Arnar er uppalinn hjá KR og hefur verið mikilvægur hlekkur upp yngri landsliðin, þar sem hann á 21 keppnisleik að baki í heildina. Hann á þrjá leiki að baki fyrir U19 landsliðið en var ekki í hóp í milliriðli fyrir EM.
Leiknir endaði í áttunda sæti Lengjudeildarinnar í fyrra, með 28 stig úr 22 leikjum.
Athugasemdir