Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   þri 25. mars 2025 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: Kristoffer Grauberg skoraði í síðasta leik A-deildarinnar
Kristoffer Grauberg fagnar markinu með liðsfélögum sínum.
Kristoffer Grauberg fagnar markinu með liðsfélögum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 0 - 1 Vestri
0-1 Kristoffer Grauberg Lepik ('10)

Lokaleikur í A-deild Lengjubikarsins fór fram í Laugardalnum í dag þar sem Þróttarar tóku á móti Vestra í frestuðum leik í riðli 1. Vestramenn lentu á Íslandi seint í gærkvöldi en þeir voru að koma heim eftir æfingaferð á Spáni.

Vestri vann leikinn 0-1 og endar í 3. sæti riðilsins með sjö stig, stigi meira en Þróttur. Lengjubikarmeistararnir í Val unnu þennan riðil.

Það var sænski framherjinn Kristoffer Grauberg sem skoraði eftir stoðsendingu frá Emmanuel Duah. Ganverski kantmaðurinn Duah var að spila sinn fyrsta leik fyrir Vestra í dag. Markið var fyrsta mark Grauberg fyrir Vestra en hann kom frá Svíþjóð í vetur.

Vestri mætir Val í 1. umferð Bestu deildarinnar þann 6. apríl. Næst á dagskrá hjá Þrótti er æfingaleikur gegn FH á sunnudag.

Þróttur R. Hilmar Örn Pétursson (m), Eiríkur Þorsteinsson Blöndal, Njörður Þórhallsson, Emil Skúli Einarsson, Eiður Jack Erlingsson, Jakob Gunnar Sigurðsson, Birkir Björnsson, Brynjar Gautur Harðarson, Kári Kristjánsson, Hlynur Þórhallsson, Liam Daði Jeffs
Varamenn Stefán Þórður Stefánsson, Viktor Andri Hafþórsson, Benóný Haraldsson, Björn Darri Oddgeirsson, Aron Snær Ingason, Sigfús Árni Guðmundsson, Benjamín Jónsson (m)

Vestri Benjamin Schubert (m), Morten Ohlsen Hansen, Anton Kralj, Fatai Adebowale Gbadamosi, Gunnar Jónas Hauksson, Emmanuel Agyeman Duah, Silas Dylan Songani, Jeppe Pedersen, Kristoffer Grauberg Lepik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Gustav Kjeldsen
Varamenn Albert Ingi Jóhannsson, Guðmundur Arnar Svavarsson, Patrekur Bjarni Snorrason, Marinó Steinar Hagbarðsson, Óskar Ingimar Ómarsson, Emil Leó Jónþórsson, Sergine Modou Fall

Athugasemdir
banner
banner