Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   þri 25. mars 2025 09:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þróttarar fá tvo frá Fram (Staðfest)
Lengjudeildin
Sigfús í baráttunni við Aron Sig á síðasta tímabili.
Sigfús í baráttunni við Aron Sig á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benjamín jónsson.
Benjamín jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reykjavíkur Þróttarar hafa fengið tvo leikmenn frá Fram til að þétta raðirnar fyrir komandi átök í Lengjudeildinni.

Markmaðurinn Benjamín Jónsson er mætur í Laugardalinn en samningur hans við Fram er úr gildi og hefur hann fengið félagaskipti í Þrótt.

Benjamín er fæddur árið 2003 og var á láni hjá Þrótti Vogum á síðasta tímabili. Hann mun væntanlega veita Þórhalli Ísaki Guðmundssyni og Hilmari Erni Péturssyni samkeppni um markmannsstöðuna hjá Þrótturum. Benjamín er uppalinn hjá Val en skipti yfir í Fram um sumarið 2019. Hann varði mark Fram í einum deildarleik sumarið 2023.

Þá er Sigfús Árni Guðmundsson genginn í raðir Þróttar á láni frá Fram. Sigfús Árni er fæddur árið 2004 og lék sína fyrstu leiki fyrir uppeldisfélagið árið 2020. Hans fyrsti Bestu deildar leikur kom árið 2022. Sumarið 2023 lék hann sex deildarleiki og í fyrra kom hann við sögu í níu deildarleikjum.

Hann er hægri bakvörður sem á alls að baki 35 meistaraflokksleiki og eitt mark sem kom í Lengjubikarnum 2022.

Bæði Benjamín og Sigfús eru komnir með leikheimild hjá Þrótti og geta spilað í dag þegar Þróttur mætir Vestra í frestuðum leik í Lengjubikarnum. Sá leikur hefst klukkan 13:00 og fer fram á AVIS vellinum í Laugardal.

Komnir
Jakob Gunnar Sigurðsson frá KR (á láni)
Sigfús Árni Guðmundsson frá Fram (á láni)
Benjamín Jónsson frá Fram (var á láni hjá Þrótti V.)
Eiður Jack Erlingsson frá Þrótti Vogum (var á láni)

Farnir
Jörgen Pettersen í ÍBV
Sveinn Óli Guðnason í Hauka
Sigurður Steinar Björnsson (var á láni)
Ágúst Karel Magnússon
Kostiantyn Iaroshenko í Hauka
Izaro Sanchez
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner