KA hefur krækt í danska markmanninn William Tönning og verður hann hluti af leikmanahópi liðsins á komandi tímabili.
Hann gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld þegar KA tekur á móti Þór klukkan 18:00 í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins.
Tönning er 25 ára Dani sem var síðast á mála hjá sænska C-deildar félaginu Ängelholms. Hann hefur á sínum ferli spilað í Danmörku, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Færeyjum og Nýja-Sjálandi á sínum ferli.
Hann gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld þegar KA tekur á móti Þór klukkan 18:00 í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins.
Tönning er 25 ára Dani sem var síðast á mála hjá sænska C-deildar félaginu Ängelholms. Hann hefur á sínum ferli spilað í Danmörku, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Færeyjum og Nýja-Sjálandi á sínum ferli.
Lestu um leikinn: KA 5 - 6 Þór
KA hafði verið í markmannsleit frá því að Jonathan Rasheed varð fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu liðsins skömmu eftir komu sína frá Svíþjóð. Tönning mun veita Steinþóri Má Auðunssyni samkeppni um aðalmarkmannsstöðuna hjá KA.
Komnir
Jóan Símun Edmundsson frá N-Makedóníu
Jonathan Rasheed frá Svíþjóð (frá út tímabilið)
William Tönning frá Svíþjóð
Guðjón Ernir Hrafnkelsson frá ÍBV
Ingimar Torbjörnsson Stöle frá FH (var á láni)
Bjarki Fannar Helgason keyptur frá Hetti/Hugin (lánaður til baka)
Farnir
Daníel Hafsteinsson í Víking
Sveinn Margeir Hauksson í Víking
Elfar Árni Aðalsteinsson í Völsung
Harley Willard á Selfoss
Kristijan Jajalo til Austurríkis
Darko Bulatovic til Svartfjallalands
Athugasemdir