Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   mið 25. apríl 2018 15:38
Magnús Már Einarsson
ÍBV fær framherja sem ólst upp hjá Marseille (Staðfest)
Guy Gnabouyou.
Guy Gnabouyou.
Mynd: Getty Images
ÍBV hefur samið við franska framherjann Guy Gnabouyou en þetta staðfesti Kristján Guðmundsson, þjálfari Eyjamanna, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hinn 28 ára gamli Guy hefur gengið frá tveggja ára samningi við Eyjamenn.

Guy er uppalinn hjá Marseille en hann lék á sínum tíma fimm leiki með aðalliði félagsins. Þá lék hann einnig einn leik með U21 árs landsliði Frakka árið 2009.

Guy hefur í nokkur ár á ferli sínum spilað með Inter Turku í Finnlandi en hann var einnig á mála hjá Sliema á Möltu. Síðast spilaði hann fimm leiki með Torquay í ensku utandeildinni í vetur.

„Við erum að styrkja liðið með kröftugum framherja sem getur spilað 3-4 stöður frammi og gefur okkur auka möguleika," sagði Kristján.

Að sögn Kristján eru Eyjamenn ennþá í leit að frekari liðsstyrk og möguleiki er á að eitthvað gerist fyrir fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á laugardag þegar liðið heimsækir Breiðablik.

Mættur í Draumaliðsdeildina
Guy er mættur í Draumaliðsdeildina. Kemst hann í þitt lið?

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner