Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Adam Árni Andersen (Grindavík)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað er klukkan?
Hvað er klukkan?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Yfirvegun.
Yfirvegun.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Blettatígurinn tilbúinn að hrauna yfir menn.
Blettatígurinn tilbúinn að hrauna yfir menn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zidane snúningur og smurning upp í skeytin.
Zidane snúningur og smurning upp í skeytin.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Bullað á bekknum í boði PBT.
Bullað á bekknum í boði PBT.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tekur öllu því sem er kastað í hann með auðmýkt og jákvæðni.
Tekur öllu því sem er kastað í hann með auðmýkt og jákvæðni.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Úff.
Úff.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Árni Andersen (Róbertsson á ksi.is) er framherji sem er á sínu öðru tímabili með Grindavík. Hann er uppalinn á Þórshöfn, var svo í yngri flokkum Fjarðabyggðar/Leiknis og hélt svo í Reykjanesbæ í 3. flokki. Hann hóf meistaraflokksferilinn með Njarðvík 2016 og fór svo í Keflavík. Árið 2023 hélt hann svo í Þrótt Vogum þar sem hann skoraði 13 mörk í 20 leikjum.

Fylkir og Keflavík hafa reynt að kaupa Adam en hann er enn í Grindavík. Hann á alls að baki 163 meistaraflokksleiki og hefur í þeim skorað 53 mörk. Kjálkabrot setti strik í reikninginn hjá honum í fyrra en í vetur hefur hann raðað inn í Lengjubikarnum og skoraði tvö mörk í tveimur bikarleikjum. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Adam Árni Andersen

Gælunafn: Dammi, Adamovic og ég man eftir því að Bói (Hólmar Örn Rúnarsson) hljóp til mín einhvern tímann og kallaði mig Dammi drulla sem festist í óþarflega langan tíma

Aldur: 26 ára

Hjúskaparstaða: Pikkfastur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Það var 2016 með Njarðvík í 2. deild, ég kom inn af bekknum ásamt Patrik Atla betur þekktum sem pretty boy choco. Sá gat bullað á bekknum.

Uppáhalds drykkur: Pepsi Max eða ískaldur Redbull

Uppáhalds matsölustaður: það var Enn Einn skálinn á Þórshöfn áður en hann brann til kaldra kola.

Uppáhalds tölvuleikur: Líklega Fifa en svo fer ég stundum í Rocket league en tapa því vanalega fyrir Atla bróður þannig ég nenni því svona takmarkað.

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei, kannski sem betur fer núna.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of thrones eða Yellowstone

Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens allan ársins hring.

Uppáhalds hlaðvarp: Dr football og þá sérstaklega þegar doc er að æsa í Arsenal mönnunum.

Uppáhalds samfélagsmiðill: Ég er svo slappur á miðlunum en ætli maður noti ekki Instagram mest

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fotbolti.net að sjálfsögðu.

Fyndnasti Íslendingurinn: Mér finnst Steindi ekkert eðlilega fyndinn

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: þú mátt sækja pöntunina þína kl 19:30 í flatahraun 13. kveðja dominos pizza

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: sko það var Völsungur af einhverjum ástæðum en ég gæti þurft að endurskoða það vegna breyttra aðstæðna. Ég hendi þessu í staðinn á Dalvík.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Gylfi Sig

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: þeir hafa flestir reynst mér vel, engin sem stendur upp úr, ennþá

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Sölvi Geir, gaf mér olnbogaskot og skurð fyrir ofan augað, setti svo sigurmarkið í grillið á okkur. .net sendi mig svo á koddann með “vondur dagur” , það var brekka.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Ronaldinho, galdrakall

Sætasti sigurinn: þegar Lasse Rise smurði hann í samskeytin eftir Zidane snúning fyrir utan teig í toppbaráttu leik síðsumars 2017 gegn Þrótti R, það voru senur.

Mestu vonbrigðin: 2018, 4 stig. Ég eyði ekki fleiri orðum í það.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Vuk, hann bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn sínir

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Christian Bjarmi eða Crisby eins og stelpurnar kalla hann.

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: ég deildi rúmi með Viktori Guðberg í æfingar ferðinni, sá er huggulegur. Blettatígurinn, þeir vita sem vita.

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Lovísa Björk Sigmarsdóttir. Skórnir eru komnir á hilluna en hún myndi skóla þessar píur til.

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: CR7

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: kannski ekki regla en þessi ofvernd markmanna er kominn út fyrir öll eðlileg mörk.

Uppáhalds staður á Íslandi: Ásbyrgi kallar alltaf á mig.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: allt sem Bjöggi Stef lét út úr sér við mótherjann þegar hann spilaði með okkur í Vogunum. Þau orð verða ekki höfð eftir.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekki neitt.

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: maður fylgist auðvitað með playoffs í körfunni.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Stærðfræði, guð minn góður…

Vandræðalegasta augnablik: það kemur ekkert upp, mögulega búin að byrgja það langt niðri.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Stebba Frikk ( Stefán Jón Friðriksson) til að stýra umræðunni frá því að verða gáfuleg. Viktor Guðberg til að hrauna yfir allt og alla. Og svo síðast en ekki síst Ólaf Örn Eyjólfs til fá smá yfirvegun.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Friðrik Franz, með endalausa orku og aldrei í fötum.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi senda Sindra Þór og Arnór Gauta í Love Island því þeir myndu ekki hafa neitt í það að gera og ég myndi hafa mjög gaman af þeirra óförum.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er 50% danskur

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Stebbi markmaður, hann tekur lífinu og öllu því sem er kastað í hann með auðmýkt og jákvæðni. Auk þess að vera frábær markmaður þrátt fyrir skort á sentimetrum.

Hverju laugstu síðast: að ég hefði verið löngu búin að fara með dósirnar niður í geymslu. Gerði það ca 1 kl stund áður en konan kom heim frá Tene.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Allt sem tengist upphitun.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: myndi spyrja Stebba Frikk hvað klukkan væri og sýna honum venjulega klukku með tveim vísum, fengi mjög líklega kostulegt svar og mjög líklega rangt svar líka.

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: það væri gaman ef stuðningsmenn myndu fjölmenna á leiki hjá okkur í sumar og styðja við bakið á okkur. Það væri hægt að ná svo geggjaðri stemningu og þá sérstaklega í Grindavík. Við viljum standa okkur fyrir fólkið í Grindavík og vera bæjarfélaginu öllu til sóma, en það er töluvert auðveldara með Grindvíkinga í stúkunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner