„Það er ótrúlegt að hann hafi farið í gegnum þessar 90 mínútur án þess að skora eða gefa stoðsendingu," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, um Óla Val Ómarsson eftir leikinn gegn Stjörnunni í vikunni.
Óli Valur skoraði vissulega ekki og gaf ekki heldur stoðsendingu gegn sínum gömlu félögum, en hann var samt besti maður vallarins. Hann var magnaður á vinstri kantinum og lentu varnarmenn Stjörnunnar í bölvuðu brasi með hann.
Óli Valur skoraði vissulega ekki og gaf ekki heldur stoðsendingu gegn sínum gömlu félögum, en hann var samt besti maður vallarins. Hann var magnaður á vinstri kantinum og lentu varnarmenn Stjörnunnar í bölvuðu brasi með hann.
„Það eru mjög fáir sem ráða við hann einn og einn. Hann er búinn að vera algjörlega frábær fyrir okkur. Hann hefur reynst okkur stórkostlega," sagði Dóri jafnframt en Óli Valur gekk í raðir Breiðabliks í vetur.
Svo á hann að sjá um rest
Jökull Elísabetarson þjálfaði Óla Val í Stjörnunni í fyrra en hann var spurður að því eftir leikinn hvort það hefði verið skrítið að mæta honum.
„Nei, nei. Við mættum honum í vetur. Það er ekkert öðruvísi. Hann er frábær leikmaður og við vissum að það myndi fara mikið fyrir honum. Leikplanið er oft voða mikið að spila út á hann og svo á hann að sjá um rest. Við vissum það. Við ákváðum að vera ekkert að setja einhverja tvo eða þrjá í kringum hann, Baldur (Logi Guðlaugsson) gerði frábærlega. Góður leikur hjá Óla og góður leikur hjá okkur á móti," sagði Jökull.
Athugasemdir