Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Real Madrid vill fá nýjan dómara - Mættu ekki á fréttamannafund
Mynd: EPA
Það hefur mikil dramatík myndast í kringum stórleik helgarinnar í spænska boltanum þar sem Real Madrid og Barcelona mætast í úrslitum bikarsins á morgun.

Real Madrid hefur gagnrýnt dómgæsluna allt tímabilið en félagið krafðist þess að spænska sambandið myndi skipta út dómaranum sem dæmir leikinn á morgun.

Sá heitir Ricardo de Burgos Bengoetxea en sjónvarpsstöð Real Madrid sýndi brot úr dómgæslunni hans og sýndi tölfræði þar sem sést að Barcelona vinnur 81% af leikjunum sem hann dæmir og Real Madrid 64%.

Real Madrid hefur aflýst öllum viðburðum í kringum leikinin. Enginn fulltrúi liðsins mætti á fréttamannafund, engar æfingar verða og enginn kvöldverður.
Athugasemdir
banner
banner